Fréttir
16 leikmenn frá ÍBV í yngri landsliðum HSÍ
Síðastliðnar vikur hafa verið landsliðsæfingar hjá yngri landsliðum HSÍ. Í sumum tilfellum er um æfingahópa að ræða og í öðrum lokahópa fyrir mót erlendis. ÍBV á gríðarlegan fjölda af landsliðsfólki í yngri landsliðunum eða alls 16 leikmenn í U-18 ára og U-16 ára landsliðum. 5 þessara leikmanna okkar hefur unnið sig inn í lokahóp U-18 landsliða karla og kvenna sem er stórkostlegur árangur. Hér fyrir neðan er listi yfir þetta magnaða afreksfólk okkar.
Georg okkar Ögmundsson Sterkasti maður Íslands
Handboltafólkinu okkar barst nú um helgina frábær frétt en Georg Ögmundsson (eða Goggi litli) styrktar og sjúkraþjálfari meistaraflokka félagsins í handbolta sigraði keppnina Sterkasti maður Íslands sem fram fór í Grindavík.
Georg kom inn í starfið með okkur í fyrra og hefur gersamlega smellpassað inn í hópinn.
Í sumar mun Georg vinna í því að massa krakkana okkar upp fyrir næsta vetur, enda stefnan sett á fleiri dollur!
Á meðfylgjandi má sjá Georg rölta um Grindavíkurhöfn með bryggjupolla!
Til hamingju Íslandsmeistari, við erum hrikalega stolt af þér!
Handboltaráð og leikmenn.
ÍBV dagur 1. maí - Fjölmennum í íþróttahúsið
Það verður boðið upp á sannkallaða handboltaveislu frá morgni til kvölds fimmtudaginn 1. maí í íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Dagurinn byrjar á tveimur undanúrslitaleikjum hjá 4. flokki kvenna fyrst og svo 4. flokki karla. Á eftir þeim verða stórleikir ÍBV og Vals í karla og kvenna flokki. 4. leikurinn hjá stelpunum og 5. leikurinn - oddaleikur - hjá körlunum. Stemmningin fyrir handboltanum hefur ekki verið svona mikil í Vestmannaeyjum í 9 ár og er úrslitakeppnin í handboltanum að vekja gífurlega athygli enda mætingin á hana verið mikil. Eyjamenn hafa svo sannarlega sett sinn svip á úrslitakeppnina enda frammistaða stuðningsmanna ÍBV, og Hvítu Riddaranna, verið ótrúleg. Ætlum við að endurtaka leikinn á fimmtudag nema nú gerum við enn betur.
Tvenndarleikur ÍBV & Vals sunnudaginn 27. april
Sunnudaginn 27. apríl mætast ÍBV og Valur bæði í kvenna og karlaflokki. Um er að ræða leiki í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta. Hjá stelpunum er Valur 0-1 yfir en hjá strákunum er staðan 1-1.
Leikirnir fara fram í íþróttamiðstöð Vestmannaeyja klukkan 16:00 (kvennaleikurinn) og 18:00 (karlaleikurinn).
4. karla eldri í undanúrslit
Strákarnir á eldra ári 4. flokks mættu Fjölni í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins á fimmtudag. ÍBV vann þar nokkuð sannfærandi sigur 26-21 þó ljóst sé að liðið geti betur á nokkrum sviðum.
Næstu leikir
Dagsetning | Leikur | Klukkan |
---|
Staðan í deildinni
Karla | Kvenna | |||
Félag | Stig | Félag | Stig | |
1. Haukar | 32 | 1. Stjarnan | 38 | |
2. ÍBV | 30 | 2. Valur | 36 | |
3. Valur | 24 | 3. ÍBV | 34 | |
4. FH | 21 | 4. Fram | 32 | |
5. Fram | 20 | 5. Grótta | 31 | |
6. Akureyri | 18 | 6. FH | 20 | |
7. ÍR | 18 | 7. Haukar | 20 | |
8. HK | 3 | 8. HK | 18 | |
9. Fylkir | 13 | |||
10. Selfoss | 10 | |||
11. KA/Þór | 10 | |||
12. Afturelding | 2 |