16 leikmenn frá ÍBV í yngri landsliðum HSÍ
16.06.2014Síðastliðnar vikur hafa verið landsliðsæfingar hjá yngri landsliðum HSÍ. Í sumum tilfellum er um æfingahópa að ræða og í öðrum lokahópa fyrir mót erlendis. ÍBV á gríðarlegan fjölda af landsliðsfólki í yngri landsliðunum eða alls 16 leikmenn í U-18 ára og U-16 ára landsliðum. 5 þessara leikmanna okkar hefur unnið sig inn í lokahóp U-18 landsliða karla og kvenna sem er stórkostlegur árangur. Hér fyrir neðan er listi yfir þetta magnaða afreksfólk okkar.
Georg okkar Ögmundsson Sterkasti maður Íslands
3.06.2014Handboltafólkinu okkar barst nú um helgina frábær frétt en Georg Ögmundsson (eða Goggi litli) styrktar og sjúkraþjálfari meistaraflokka félagsins í handbolta sigraði keppnina Sterkasti maður Íslands sem fram fór í Grindavík.
Georg kom inn í starfið með okkur í fyrra og hefur gersamlega smellpassað inn í hópinn.
Í sumar mun Georg vinna í því að massa krakkana okkar upp fyrir næsta vetur, enda stefnan sett á fleiri dollur!
Á meðfylgjandi má sjá Georg rölta um Grindavíkurhöfn með bryggjupolla!
Til hamingju Íslandsmeistari, við erum hrikalega stolt af þér!
Handboltaráð og leikmenn.
ÍBV dagur 1. maí - Fjölmennum í íþróttahúsið
30.04.2014Það verður boðið upp á sannkallaða handboltaveislu frá morgni til kvölds fimmtudaginn 1. maí í íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Dagurinn byrjar á tveimur undanúrslitaleikjum hjá 4. flokki kvenna fyrst og svo 4. flokki karla. Á eftir þeim verða stórleikir ÍBV og Vals í karla og kvenna flokki. 4. leikurinn hjá stelpunum og 5. leikurinn - oddaleikur - hjá körlunum. Stemmningin fyrir handboltanum hefur ekki verið svona mikil í Vestmannaeyjum í 9 ár og er úrslitakeppnin í handboltanum að vekja gífurlega athygli enda mætingin á hana verið mikil. Eyjamenn hafa svo sannarlega sett sinn svip á úrslitakeppnina enda frammistaða stuðningsmanna ÍBV, og Hvítu Riddaranna, verið ótrúleg. Ætlum við að endurtaka leikinn á fimmtudag nema nú gerum við enn betur.
Tvenndarleikur ÍBV & Vals sunnudaginn 27. april
27.04.2014Sunnudaginn 27. apríl mætast ÍBV og Valur bæði í kvenna og karlaflokki. Um er að ræða leiki í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta. Hjá stelpunum er Valur 0-1 yfir en hjá strákunum er staðan 1-1.
Leikirnir fara fram í íþróttamiðstöð Vestmannaeyja klukkan 16:00 (kvennaleikurinn) og 18:00 (karlaleikurinn).
4. karla eldri í undanúrslit
27.04.2014Strákarnir á eldra ári 4. flokks mættu Fjölni í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins á fimmtudag. ÍBV vann þar nokkuð sannfærandi sigur 26-21 þó ljóst sé að liðið geti betur á nokkrum sviðum.
4. karla féll út í 8-liða úrslitum
27.04.2014ÍBV féll úr keppni í 4. flokki karla yngri á föstudag þegar liðið mætti FH á útivelli í 8-liða úrslitum. Fyrir leikinn höfðu liðin gert tvívegis jafntefli í vetur en að þessu sinni náðu Eyjamenn ekki að sýna sitt rétta andlit.
Páskahappdrætti Handknattleiksdeildar ÍBV. - Vinningsnúmer.
18.04.2014 Búið er að draga í Páskahappdrætti Handknattleiksdeildar ÍBV. Vinningsnúmer má sjá með því að ýta á "lesa meira". Vinningana má vitja í Týsheimilinu frá og með miðvikudeginum 23.apríl.
98 liðið fann vörnina aftur og endaði tímabilið í 2. sæti í deild
15.04.2014Eldra árs lið 4. flokks karla mætti Selfossi í lokaleik deildarinnar um helgina. Sannfærandi sigur vannst með 13 mörkum, 28-15. Það mikilvægasta við leikinn var að strákarnir leituðu aftur í ræturnar og fundu varnarleikinn sinn aftur sem var fjærverandi lengst af í mars.
Strákarnir í 4. fl. yngri enduðu í 6. sæti í deildinni
15.04.201499 strákarnir mættu Selfoss í lokaleik sínum í vetur í deildinni.
Unglingaflokkur kvenna endaði tímabilið í 3 sæti
12.04.2014 Unglingaflokkur kvenna lék í gær sinn seinasta leik í deildinni. ÍBV-stelpur léku gegn HK á útivelli og sigruðu 27-35.
Meistaraflokkur kvenna í undanúrslit Íslandsmótsins
9.04.2014 Kvennalið ÍBV er komið í undanúrslit Íslandsmótsins og mætir þar Valskonum.
Magalending
31.03.2014Það er óhætt að segja að eldra árs lið 4. flokks hafi magalent um helgina þegar þeir mættu Stjörnunni á heimavelli en Stjörnumenn burstuðu okkar menn í afar slökum leik.
99 strákarnir sigruðu og töpuðu
24.03.2014Yngra árið í 4. flokki (1999) léku eins og eldri strákarnir gegn HK og ÍR um helgina. Stórsigur vannst á ÍR 36-20 en leikurinn gegn ÍR tapaðist á sárgrætilegan hátt 24-26.
98 strákarnir unnu tvo leiki um helgina
24.03.2014 1998 árgangurinn í handbolta sigraði bæði HK og ÍR um helgina. HK liðið var í 3. sæti og ÍR því 5. fyrir helgina. Með sigrinum tryggðu ÍBV liðið sér annað sætið í deildinni og eru nú á seinustu metrunum fyrir úrslitakeppnina þar sem allt getur gerst.
Dröfn í A-landslið kvenna
21.03.2014 Dröfn Haraldsdóttir, markvörður ÍBV, var í dag kölluð inn í 16 manna hóp A-landsliðs kvenna.
4. flokkur karla lék um helgina.
18.03.2014 Strákarnir í 4. flokki karla fóru upp á land um helgina og léku gegn FH og Selfoss úti.
6. sigurinn í röð hjá meistaraflokki kvenna
16.03.2014Meistaraflokkur kvenna sigraði í gær KA/Þór fyrir norðan 30-22 eftir að hafa leitt í hálfleik 14-11. Með sigrinum er ÍBV komið í 3 sætið í deildinni þegar ein umferð er eftir.
98 liðið vann Hörð í tvígang
10.03.2014ÍBV mætti Herði í 4. flokki karla eldri um helgina. Liðin mættust á miðri leið og léku báða leiki sína í deildinni í Mýrinni. Fóru leikar þannig að ÍBV vann báða leikina sannfærandi, þann fyrri 38-23 og þann síðari 36-17.
4. flokkur karla bikarmeistari!
4.03.2014Strákarnir í 4. flokki karla fóru á kostum í úrslitaleik bikarkeppni HSÍ þegar þeir unnu ÍR-inga sannfærandi 27-17. ÍBV var með undirtökin strax frá byrjun og jókst munurinn alltaf meira og meira eftir því sem á leið. Frábær liðsheild skilaði sigrinum en það vakti athygli hve margir leikmenn skiluðu framlagi til liðsins. Eyjamenn voru gífurlega vel stemmdir frá byrjun og magnað að sjá hve rólegir og yfirvegaðir þessir ungu strákar voru í þeim gífurlega stóra og flotta leik sem bikarúrslitin í Laugardalshöllinni eru.
4.flokkur kvenna Bikarmeistari
4.03.2014 ÍBV mætti KA/Þór í bikarúrslitaleik í 4 fl kvenna. Staðan í hálfleik var 10-9 ÍBV í vil og var staðan 18-18 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að framlengja. ÍBV sigraði að lokum 23-22 í æsispennandi leik.
Staðan í deildinni
Karla | Kvenna | |||
Félag | Stig | Félag | Stig | |
1. Haukar | 32 | 1. Stjarnan | 38 | |
2. ÍBV | 30 | 2. Valur | 36 | |
3. Valur | 24 | 3. ÍBV | 34 | |
4. FH | 21 | 4. Fram | 32 | |
5. Fram | 20 | 5. Grótta | 31 | |
6. Akureyri | 18 | 6. FH | 20 | |
7. ÍR | 18 | 7. Haukar | 20 | |
8. HK | 3 | 8. HK | 18 | |
9. Fylkir | 13 | |||
10. Selfoss | 10 | |||
11. KA/Þór | 10 | |||
12. Afturelding | 2 |