4. flokkur karla í bikarúrslit!

24.02.2014
Eldra árs lið 4. flokks (1998) komst í gær í bikarúrslit þegar þeir lögðu Hauka á Ásvöllum í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ. Leikurinn var óvenjulegur og lokatölurnar 10-13 sigur okkar manna eitthvað sem almennt sést ekki. Stórkostlegur varnarleikur og frábær markvarsla kom ÍBV i Laugardalshöllina en strákarnir hafa verið að vinna mikið í varnarleiknum í vetur og skilaði sú vinna sér svo sannarlega í þessum leik.
Lesa meira

4. flokkur yngri vann stórsigur

24.02.2014
Strákarnir í 4. flokki karla yngri léku gegn Víkingi á laugardaginn. 21 marka sigur varð niðurstaðan að þessu sinni.
Lesa meira

Meistarflokkur kvenna með sigur gegn Fylki

22.02.2014
 Meistaraflokkur kvenna sigraði í dag Fylki 24-23.
Lesa meira

Strákarnir okkar með 10 sigurinn í 15 leikjum.

22.02.2014
Karlalið ÍBV sigraði í dag Akureyri 27-22 eftir að hafa leitt í hálfleik 10-8. ÍBV er því komið með þriggja stiga forskot í öðru sætinu.
Lesa meira

ÍBV - Akureyri

21.02.2014
 Meistaraflokkur karla leikur á morgun, laugardag, gegn Akureyri í fyrsta leik þriðju umferðar. Leikurinn hefst klukkan 13:00 í Vestmannaeyjum. Með sigri ná strákarnir okkar í þriggja stiga forskoti í öðru sætinu. Hver hefði trúað því fyrir tímabilið ?? Algjör snilld !! Allir að mæta, áfram ÍBV.
Lesa meira

4. flokkur karla lék um helgina

20.02.2014
Báðir árgangar í 4. flokki fóru upp á land um helgina og spiluðu gegn Haukum og Gróttu.
Lesa meira

4.flokkur kvenna komnar í bikarúrlit

19.02.2014
 4. flokkur kvenna yngra ár komst í kvöld í bikarúrlit er þær lögðu Hauka að velli á Ásvöllum 25-19.
Lesa meira

Unglingaflokkur kvenna komnar í bikarúrslit

14.02.2014
 Unglingaflokkur kvenna komst í gær í bikarúrslit eftir frábæran sigur á sterku liði Selfoss.
Lesa meira

6. flokkur eldra ár á sínu þriðja móti.

9.02.2014
6. flokkur á handboltamóti hjá KR (árgangur 2002)
Lesa meira

4. flokkur í undanúrslit bikars!

28.01.2014
4. flokkur karla eldri (1998) stóð svo sannarlega í ströngu um helgina. Liðið fór upp á land á laugardag og lék útileik gegn Fram. Á sunnudag átti ÍBV svo heimaleik gegn toppliði FH í 8-liða úrslitum bikars. Vitað var að um afar strembið verkefni væri að ræða og til að sigrast á því þyrftu strákarnir að hafa verulega fyrir því. Okkar menn fögnuðu áskoruninni en mikill vilji og karakter skiluðu sigri í báðum leikjunum. Bikarleikurinn á sunnudeginum var æsispennandi og vannst hann 22-21 eftir að ÍBV hafði verið fjórum mörkum undir í hálfleik. Mikill fjöldi fólks var í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum og frábært að sjá hve góðan stuðning strákarnir fengu í leiknum.
Lesa meira

99 liðið vann góðan sigur á Fjölni

28.01.2014
1999 strákarnir í handboltanum mættu Fjölni á föstudag. Fjölnismenn eru í 3. sæti deildarinnar og var vitað að um erfiðan leik væri að ræða. ÍBV fögnuðu áskoruninni og voru mun sterkari í leiknum sem lauk með 26-21 sigri Eyjamanna.
Lesa meira

Meistaraflokkur kvenna með 10. sigurinn í 14 leikjum.

25.01.2014
 Meistaraflokkur kvenna sigraði í dag Selfoss 30-27 í spennandi leik. 
Lesa meira

Unglingaflokkur kvenna á góðri siglingu

20.01.2014
Stelpurnar í unglingaflokki kvenna eru á góðri siglingu en þær unnu sinn annan stóra sigur á rúmri viku. Á sunnudaginn síðastliðin léku stelpurnar við Val og sigruðu 34-23 eftir að staðan í hálfleik hafi verið 14-7 ÍBV í vil. Fyrir viku síðan léku stelpurnar á útivelli gegn ÍR þar sem þær sigruðu 36-19 eftir að hafa leitt með 4 mörkum í hálfleik. 
 
Lesa meira

Frábært gengi hjá 4 flokki kvenna

20.01.2014
Í vetur hafa 13 stelpur verið að æfa í 4 fl kvenna, stelpunum hefur gengið rosalega vel og eru taplausar í vetur unnið 9 leiki og gert eitt jafntefli, einnig eru þær komnar í 8 liða úrslit í bikar, þessar stúlkur er metnaðarfullar og hafa mjög mikinn áhuga á að bæta getu sína í íþróttum, það á eftir að skila sér því það er æfingin sem skapar meistarann. 
Lesa meira

Glæsilegur sigur Eyjakvenna á Val

20.01.2014
 Kvennalið ÍBV vann í laugardaginn óvæntan sigur á öðru af toppliðum Olísdeildarinnar, Val í Eyjum en lokatölur urðu 23:22.  Óhætt er að segja að leikurinn hafi verið leikur tveggja hálfeika því Valur hafði talsverða yfirburði í fyrri hálfleik, komst m.a. sex mörkum yfir en staðan í hálfleik var 10:15.  Hins vegar mættu Eyjakonur trítilóðar til leiks í síðari hálfleik, spiluðu frábæra vörn og Dröfn Haraldsdóttir hreinlega lokaði markinu.  Enda fór svo að Valur skoraði aðeins sjö mörk í seinni hálfleik, gegn þrettán mörkum ÍBV, sem spiluðu líklega sinn besta hálfleik það sem af er tímabilsins, í seinni hálfleik.
Lesa meira

98 strákarnir sigruðu tvívegis stórt

20.01.2014
4. flokkur karla eldri (1998) fór upp á land og lék gegn Þrótti og Aftureldingu. Báðir leikirnir unnust afar sannfærandi eða samtals með 33 marka mun. Liðið lék vel um helgina eða betur en oft áður í vetur, sérstaklega í fyrri leiknum, og var þessi helgi skref í rétta átt hjá strákunum sem vonandi halda áfram á þessari braut.
Lesa meira

2. flokkur með sigur og tap

20.01.2014
2. flokkur karla fór upp á land um helgina og spilaði tvo leiki. Þessir strákar eru búnir að vera í hörkuprógrammi með meistaraflokki uppi á landi undanfarna daga og m.a. tekið þátt í leikjum með þeim. Þrátt fyrir álag lögðu strákarnir sig alla fram í báða leikina um helgina og varð niðurstaða sigur gegn Víkingi og tap gegn FH.
Lesa meira

Unglingaflokkur kvenna áfram í undanúrslit bikars

5.01.2014
 Unglingaflokkur kvenna mætti í dag HK í 8 liða úrslitum bikarkeppni HSÍ. Leikurinn fór fram í Vestmannaeyjum og á annað hundað áhorfendur mættu til að styðja við bakið á stelpunum. 
Lesa meira

Úrslit úr Vestmannaeyjamótinu í mjúkbolta

28.12.2013
 Um 100 þátttakendur í 16 liðum tóku þátt í Vestmannaeyjamótinu í Mjúkbolta sem fram fór í dag, 28 desember. Áhorfendur létu sig ekki vanta en ætla má að yfir 300 manns hafi verið í húsinu þegar mest var. Liðin voru jafn misjöfn og þau voru mörg sem gerir mótið einstaklega skemmtilegt. Leikið var í fjórum fjögurra liða riðlum. Eftir riðlakeppnina var leikið um sæti í mótinu en sá háttur var hafður á að leika um hvert einasta sæti mótsins. 
 
Lesa meira

Flugeldabingó sunnudaginn 29.des

28.12.2013
 Hið árlega „Risa flugeldabingó“ Handknattleiksdeildar ÍBV  íþróttafélags verður sunnudaginn 29. Des. kl. 17:00 í Höllinni. Spilaðar verða 10 umferðir. Vinningarnir verða glæsilegri enn nokkru sinni fyrr. Hinn frábæri bingóstjóri undanfarinna ára Daði Pálsson verður að sjálfsögðu á sínum stað með aðstoðarmenn sér við hlið. Bingóstjórar lofa góðri skemmtun og  munu fara á kostum að venju. Fjölmennum og styrkjum íþróttastarfið í Vestmannaeyjum.
   
Þetta verður „Risa flugeldabingó“.  
 
Lesa meira

Myndir

Næstu leikir

Dagsetning Leikur Klukkan
Eldri

Staðan í deildinni

 
Karla   Kvenna
Félag Stig   Félag Stig
1. Haukar 32   1. Stjarnan 38
2. ÍBV 30   2. Valur 36
3. Valur 24   3. ÍBV 34
4. FH 21   4. Fram 32
5. Fram 20   5. Grótta 31
6. Akureyri 18   6. FH 20
7. ÍR 18   7. Haukar 20
8. HK 3   8. HK 18
      9. Fylkir 13
      10. Selfoss 10
      11. KA/Þór 10
      12. Afturelding 2

Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013