Hlynur Morthens með markmannsæfingu 30 desember.

26.12.2013
 Einn allra besti markvörður síðari ára Hlynur Morthens mun halda markmannsæfingu fyrir handknattleiksmarkmenn ÍBV. Hlynur, leikmaður Vals, hefur verið einn besti markvörður tímabilsins í ár þrátt fyrir að vera 38 ára gamall. Það er markmið Handknattleiksdeildar ÍBV að veita sem allra bestu þjálfun sem völ er á. 
 
Lesa meira

2. flokkur vann Selfoss sannfærandi í bikar

21.12.2013
2. flokkur karla lék á dögunum seinustu leiki sína á þessu ári. Liðið fór á jákvæðan hátt í jólafríið með sannfærandi sigrum á Þrótti og Selfyssingum í bikar.
Lesa meira

Mjúkboltamót 28 des (softball-handboltamót)

20.12.2013
 Laugardaginn 28. desember fer fram Vestmannaeyjamótið í Mjúkbolta.
 
Mótið byrjar kl 12:00 í íþróttamiðstöðinni og er hver leikur 2x5 mínútur þar sem leikið er á litlum velli.
Kjörið tækifæri fyrir fjölskylduna að koma saman og/eða vinahópa.
Hægt er að skrá sig í tvo flokka, keppnisflokk eða skemmtiflokk.
*Hámark 5 leikmenn í liði(yngri en 10 ára telja ekki sem liðsmenn)
*4 leikmenn í hvoru liði inn á vellinum í einu.
*Þátttökugjald er 5.000 kr á lið og þarf að greiða við skráningu.
*Keppnisflokkur er fyrir þá sem stefna á ekkert annað en sigur.
*Skemmtiflokkur er fyrir þá sem ætla að hafa gaman.
*Bikar fyrir sigurvegara, skemmtilegasta leikmanninn og flottustu keppnisbúningana.
*Skráning fer fram á gulli@ibv.is eða í síma 6977892.
Lesa meira

Góð ferð upp á land hjá 99 strákunum

12.12.2013
Yngra ár 4. flokks karla (1999) fór upp á land og lék tvo leiki um seinustu helgi, sá fyrri í 16-liða úrslitum bikars og sá síðari í deild. ÍBV lék mjög góðan handbolta í leikjunum og var sóknarleikurinn betri í þeim en oftast áður í vetur. Báðir leikirnir unnust og fara þessir strákar inn í jólafríið með flottri frammistöðu á undanförnum mánuði en þeir hafa svo sannarlega veriðað bæta sig.
Lesa meira

5 stjörnu leikur hjá strákunum okkar gegn FH

8.12.2013
 Eyjamenn unnu í dag glæsilegan fimm marka sigur á FH í Hafnarfirði en lokatölur urðu 22.27 fyrir ÍBV.  
Lesa meira

Scepanovic og Mlakar á heimleið

3.12.2013
 ÍBV komst í dag að samkomulagi við serbnesku skyttuna Filip Scepanovic og slóvenska línumanninn Matjaz Mlakar um að rifta samningi þeirra við félagið. Leikmennirnir komu til félagsins fyrir yfirstandandi keppnistímabil og léku 9 leiki.
 
 ÍBV þakkar þeim fyrir þeirra framlag til félagsins og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni. 
Lesa meira

4. flokkur vann HK í 16-liða úrslitum bikars

1.12.2013
Strákarnir á eldra ári 4. flokks fengu sterka HK-inga í heimsókn í dag í bikarkeppninni og var leikurinn í 16-liða úrslitum. Ljóst var að þetta yrði afar spennandi leikur en þessi lið léku til úrslita á Íslandsmótinu í fyrra. Það fór svo þannig að það voru Eyja peyjar sem stóðu uppi sem sigurvegarar 24-21 eftir kaflaskiptan leik og vonandi er þetta byrjunin á góðu "bikar run-i" hjá liðinu en núna er ÍBV einungis tveimur leikjum frá því að komast í úrslitaleikinn sem fram fer í sjálfri Laugardalshöllinni.
Lesa meira

Meistaraflokksleiknum frestað - Breyttir leiktímar á sunnudag

29.11.2013
Töluverðar breytingar hafa orðið á þeim leikjum sem fram áttu að fara um helgina. Leik meistaraflokks karla hjá ÍBV gegn Akureyri í dag hefur verið frestað þar sem ekki var hægt fljúga á milli og hefur leikurinn settur á kl. 13:30 á morgun, sunnudag. Þýðir það að 4. flokks leikurinn í 16-liða úrslitum bikars hefur verið færður til 11:30. Við hvetjum fólk eindregið til að mæta í íþróttahusið á morgun, sjá fyrst hörkuleik í 4. flokki þar sem ÍBV ætlar sér í 8-liða úrslitin og taka svo meistaraflokks leikinn í kjölfarið.
Lesa meira

6. flokkur eldra ár búnir með 2 mót.

25.11.2013
6. flokkur eldri búnir með 2 mót og komnir í pásu.
Lesa meira

6.flokkur yngra ár Fylkis mót

25.11.2013
Góð ferð og flottur árangur hjá 6.flokki yngra ári um helgina
Lesa meira

3.flokkur tapaði gegn FH

25.11.2013
 3.flokkur tapaði gegn FH í gær (sunnudag). Um hörkuleik var að ræða þar sem hart var tekist á. Jafnræði var með liðinunum nánast allan leikinn. 
 
 
Lesa meira

Mfl kk tapaði fyrir Haukum en halda 3 sætinu

25.11.2013
 Meistaraflokkur karla tapaði fyrir Haukum 30-24 eftir að hafa verið einu marki undir í hálfleik 16-15. 
Lesa meira

5. flokkur yngri að bæta sig

25.11.2013
Strákarnir á yngra ári í 5. flokki karla fóru á sitt annað mót í vetur en spilað var í Hafnarfirði. ÍBV sýndi frábæra frammistöðu á mótinu og strákarnir augljóslega búnir að bæta sig á flest öllum sviðum frá seinasta móti.
Lesa meira

FH mætti í 4. flokki

25.11.2013
FH-ingar mættu til Vestmannaeyja í 4. flokki og léku við okkar menn á sunnudag.
Lesa meira

Frábær helgi hjá meistaraflokki kvenna

25.11.2013
 Meistaraflokkur kvenna átti frábæra helgi í Vestmannaeyjum. Stelpurnar léku tvisvar gegn KA/Þór og unnu báða leikina sannfærandi. ÍBV er því komið áfram í bikarnum og þær komust einnig í deildarbikarinn með því að ná 4 sætinu í deildinni. 
Lesa meira

Ungfl kvenna með sigur um helgina og áfram í bikar

25.11.2013
 Unglingaflokkur kvenna tók á móti KA/Þór á laugardaginn hér í Vestmannaeyjum. Stelpurnar okkar byrjuðu leikinn ílla og lentu 2-6 undir eftir 10 mínútur. Þjálfarar liðsins tóku þá leikhlé og eftir það var ekki aftur snúið. ÍBV komst yfir 8-7 og voru yfir 13-11 í hálfleik. Leikurinn endaði með öruggum sigri 30-26. 
Markaskorarar:
Sandra Dís 10, Arna Þyrí 7, Sóley 6, Díana 5, Selma 2. 
Sara Dís var með um 50% markvörslu. 
 
Stelpurnar komust einnig áfram í bikarnum með öruggum sigri á Haukum 2. Leikurinn fór fram á Ásvöllum og var aldrei spennandi. Staðan í hálfleik 5-18 og endaði 15-35 fyrir okkar stelpur. ÍBV verður því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslitum í bikarkeppninni. 
 
 
 
 
Lesa meira

Tveir leikir í meistaraflokki kvenna um helgina í Eyjum

22.11.2013
 Meistaraflokkur kvenna leikur tvo leiki við KA/Þór um helgina í Vestmannaeyjum. Á föstdaginn kl 19:30 eru 16 liða úrslit í Coka-cola bikarkeppninni og á laugardag kl 13:00 er leikur í deildinni. Með því að sigra deildarleikinn tryggja stelpurnar okkar sig í deildarbikarinn sem fram fer 13 og 14 desember, en aðeins fjögur efstu lið deildarinnar vinna sér inn þátttökurétt í deildarbikarnum. Það er því til mikils að vinna og óskum við eftir því að eyjamenn fjölmenni á þessa leiki. 
ÁFRAM ÍBV
Lesa meira

Ester og Drífa valdar í A-landslið kvenna

21.11.2013
Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna hefur valið 19 manna leikmannahóp til að taka þátt í æfingum og vináttulandsleikjum 25. nóv-7. des 2013.
 
Leiknir verða hér heima 3 æfingaleikir við Sviss, fimmtudaginn 28. nóvember kl. 18.00, föstudaginn 29. nóvember kl. 18.00 og laugardaginn 30. nóvember kl 14.00. Allir þessi leikir fara fram í Hertz höllinni á Seltjarnarnesi.
 
Ester Óskarsdóttir og Drífa Þorvaldsdóttir eru báðar valdar í A-landsliðshópinn en Drífa gat ekki gefið kost á sér þar sem hún er að útskrifast og í prófum á sama tíma og æfingarnar eru í gangi. Báðir leikmenn hafa staðið sig afar vel það sem af er vetri og hafa verið með bestu leikmönnum deildarinnar.
Lesa meira

Tveir leikir í 4.karla

20.11.2013
Eldra og yngra ár í 4. flokki karla léku gegn Haukum á sunnudag. Spilamennska liðanna var kaflaskipt og var sóknarleikurinn hjá okkar mönnum engan veginn nægilega góður í leikjunum. 1998 liðið sigraði 17-14 í afar sérstökum leik en 1999 liðið tapaði fyrir sterku Haukaliði eftir að hafa leikið vel lengst af í leiknum.
Lesa meira

Karlalið ÍBV komnir í 16 liða úrslit í bikarkeppninni

18.11.2013
 Karlalið ÍBV mætti KR á útivelli í bikarkeppninni kvöld. Leikurinn frestaðist um nokkra klukkutíma vegna ferðatilhögun Herjólfs og hófst ekki fyrr en 21:00. Strákunum gekk erfiðlega að hrista KR-inga af sér í fyrri hálfleik og var staðan að honum loknum 11-14 okkar mönnum í vil. ÍBV setti svo í fluggírinn í síðari hálfleik og þegar 15 mínútur voru liðnar af honum var staðan 25-16 fyrir okkar mönnum. Leikurinn endaði með öruggum sigri ÍBV 31-22 og eru strákarnir því komnir áfram í 16 liða úrslit.
Lesa meira

Myndir

Næstu leikir

Dagsetning Leikur Klukkan
Eldri

Staðan í deildinni

 
Karla   Kvenna
Félag Stig   Félag Stig
1. Haukar 32   1. Stjarnan 38
2. ÍBV 30   2. Valur 36
3. Valur 24   3. ÍBV 34
4. FH 21   4. Fram 32
5. Fram 20   5. Grótta 31
6. Akureyri 18   6. FH 20
7. ÍR 18   7. Haukar 20
8. HK 3   8. HK 18
      9. Fylkir 13
      10. Selfoss 10
      11. KA/Þór 10
      12. Afturelding 2

Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013