Stelpurnar okkar í 4 sætið eftir sigur á Haukum

18.11.2013
 Stelpurnar okkar unnu góðan sigur gegn Haukum á útivelli 31-24. Segja má að sigurinn hafi aldrei verið í hættu en ÍBV leiddi leikinn frá upphafi. 
Lesa meira

Strákarnir okkar í 3 sætið eftir sigur gegn ÍR

18.11.2013
ÍBV í dag upp í þriðja sæti Olísdeildarinnar með eins marks sigri á ÍR hér heima.  Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann, og ekki síst lokamínúturnar þegar ÍR-ingar gerðu harða atlögu að forystu Eyjamanna.  En þeir höfðu ekki erindi sem erfiði og Eyjamenn fögnuðu sigri, 27:26
Lesa meira

Sigur og tap í 4. flokki karla

12.11.2013
Bæði liðin í 4. flokki karla léku gegn ÍR á útivelli á laugardag. Yngra liðið náði ekki að sigra og unnu ÍR-ingar þann leik 26-17 eftir að ÍBV hafði haft undirtökin lengst af í fyrri hálfleik. Eldra árið sigraði svo sannfærandi 21-26.
Lesa meira

5. flokkur lék vel á öðru móti

12.11.2013
Strákarnir á eldra ári 5. flokks léku um helgina á móti í Garðarbæ. ÍBV keppti í 2. deild og var í harðri baráttu um að komast upp um deild en því miður gekk það ekki að þessu sinni. Eyjamenn höfðu greinilega bætt spilamennsku sína frá fyrsta móti og léku heilt yfir flottan leik á mótinu.
Lesa meira

Leikir helgarinnar

8.11.2013
ÍBV leikur 8 leiki um helgina ýmist í meistara- eða yngriflokkum. Á laugardaginn á meistaraflokkur karla útileik gegn Val kl 13:30 í Vodafone-höllinni og á sama tíma eiga stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna leik gegn Fylki í Vestmannaeyjum.  Báðir leikirnir eru gríðarlega mikilvægir og ljóst að um spennandi viðureignir er að ræða.
 
Strákarnir í 4 flokki karla leika gegn ÍR í Seljaskóla, yngri kl 16:15 og eldri kl 17:30, einnig á laugardaginn. Á sunnudaginn á 3.flokkur karla útileik gegn KA kl 11:00, 4 flokkur yngri útileik gegn Víkingi 11:15, klukkan 13:30 á 4 flokkur eldri leik gegn Fram á útivelli og að lokum leika stelpurnar okkar í unglingaflokki gegn Fylki klukkan 14:00 í Vestmannaeyjum. 
Lesa meira

4. flokkur Y náði ekki sigri fyrir norðan

4.11.2013
Yngra ár 4. flokks karla fór norður á laugardag og lék gegn Þórsurum. Eftir fína byrjun hjá ÍBV voru norðanmenn sterkari og unnu nokkuð sannfærandi sigur.
Lesa meira

43 leikmenn náðu dómararéttindum

4.11.2013
 Laugardaginn 26 október kom Arna Garðarsdóttir, fyrir hönd HDSÍ (Handknattleiksdómarasamband Íslands), og hélt dómaranámskeið fyrir handknattleiksiðkendur í Eyjum. Námskeiðið var iðkendum að kostnaðarlausu og færum við HSÍ og HDSÍ kærar þakkir fyrir það frábæra framtak. Námskeiðinu var skipt í tvo hluta, A-námskeið sem gefur réttindi til að dæma í 8-, 7-, 6-, og 5 flokk og  B-námskeið sem gefur réttindi til að dæma í 4-, og 3 flokk. 43 leikmenn náðu prófunum og hafa því réttindi til þess að dæma í handknattleik. 36 leikmenn fengu A-réttindi og 7 leikmenn B-réttindi.  Eftirfarandi leikmenn náðu prófunum: 
Lesa meira

Unglingaflokkur kvenna fer vel af stað

31.10.2013
Unglingaflokkur kvenna fer vel af stað. Liðið hefur leikið þrjá leiki og unnið tvo. Mikil fjölgun varð á iðkendum í unglingaflokki eftir svokallaðan vinkonudag - en 7 nýjir leikmenn byrjuðu í kjölfarið að æfa, það ótrúlega við þetta er að af þessum 7 stelpum eru 5 örvhentar. ÍBV getur því, í kvennaflokki, stillt upp heilu byrjunarliði með örvhentum leikmönnum. 
Lesa meira

Fréttir af mfl kk og kvk

31.10.2013
 Um seinustu helgi sigruðu strákarnir okkar Fram í Vestamannaeyjum. Strákarnir léku frábærlega og endaði leikurinn með 30-25 sigri. Teddi og Andri Heimir voru markahæstir með 6 mörk hvor.  Stelpurnar voru í landsleikjapásu en runnu inn í pásuna með frábærum sigri á HK-stelpum 30-22, þar sem Vera Lopes skoraði 10 mörk. Nú eru strákarnir komnir í landsleikjapásu á meðan stelpurnar okkar hefja aftur leik, en þær eiga leik gegn Gróttu næstkomandi laugardag kl 16:00 á nesinu. Við minnum lesendur á að skoða myndir frá heimaleikjunum með því að ýta HÉR
Lesa meira

4. flokkur sigraði Gróttu tvívegis

30.10.2013
Um seinustu helgi léku bæði liðin í 4. flokki karla gegn Gróttu á heimavelli en þetta voru fyrstu heimaleikirnir hjá strákunum í vetur. ÍBV sigraði báða leikina og lék vel, 4. flokkur Eldri sigraði 29-24 og 4. flokkur Yngri 27-24.
Lesa meira

Hákon Daði skoraði 25 mörk í sigri á HK í 3.flokk karla

21.10.2013
 Um helgina spilaði 3 flokkur ÍBV á móti HK í Digranesi. ÍBV sigraði örugglega 37-25. Flottur sigur hjá strákunum sem ætla sér toppbaráttu í vetur.
 
Það var þó einn ungur piltur sem stal senunni. Hákon Daði Styrmisson skoraði 25 mörk í leiknum sem er Vestmannaeyjamet (í það minnsta). Frábær leikur og árangur hjá þessum gífurlega efnilega hornamanni. ÍBV óskar Hákoni til hamingju með þennan merka áfanga.
Lesa meira

STÓRI HK-dagurinn

17.10.2013
 Næsta helgi er í raun ótrúleg hvað leikskipulag varðar. ÍBV leikur 8 leiki við HK en allir leikirnir fara fram á laugardaginn. Stóri slagurinn gegn HK - hvernig fer ?
Þetta hlýtur að vera Íslandsmet.  
Lesa meira

5. flokkur karla fer vel af stað

17.10.2013
Keppnistímabilið í yngri flokkunum er nú farið af stað og fyrstu mótunum í yngstu flokkunum lokið.
Lesa meira

Viðar Halldórsson með fyrirlestur miðvikudaginn 16.okt

15.10.2013
 Fyrirlesturinn hefst kl. 18:30, miðvikudaginn 16 okt, í Týsheimilinu og eru foreldrar hvattir til að mæta (ókeypis aðgangur).
 
Almennt er litið á að árangur, í víðri merkingu þess orðs, byggi á einstaklingsbundnum þáttum. Að einstaklingar búi yfir ákveðnum eiginleikum sem gera þeim kleift að ná árangri á ákveðnu sviði. Mun minna hefur verið fjallað um hvernig hin félagslega umgjörð mótar einstaklinga og hópa og getur skapað forsendur fyrir árangri eða jafnvel dregið úr árangri. Í erindinu verður fjallað um hlutverk foreldra, þjálfara og hins stærra félagslega umhverfis fyrir árangur í íþróttum, sem og á öðrum sviðum.
 
Lesa meira

6 leikmenn ÍBV valdir í yngri landslið

15.10.2013
 Búið er að velja æfingahóp fyrir öll kvennalandsliðin. Í U-16 ára landsliðinu á ÍBV tvo fulltrúa, þær Ástu Björt Júlíusdóttir og Þóru Guðný Arnarsdóttir. Í U-18 ára landsliðinu á ÍBV þrjá fulltrúa, þær Örnu Þyrí Ólafsdóttir, Díönu Dögg Magnúsdóttir og Erlu Rós Sigmarsdóttir. Í U-20 ára landsliðinu á ÍBV einn fulltrúa, en það er hún Drífa Þorvaldsdóttir. Glæsilegt þetta, ÍBV óskar þessum flottu fulltrúum ÍBV innilega til hamingju með valið. 
Lesa meira

ÍBV - Stjarnan mfl kvk, þriðjudaginn 8.október

7.10.2013
 Fjórða umferð í Olísdeild kvenna fer fram þriðjudaginn 8.október. Stelpurnar okkar fá þá Stjörnuna heim en Stjarnan, sem spáð var íslandsmeistaratitlinum af formönnum, þjálfurum og fyrirliðum deildarinnar í hinni árlegu spá, er með gríðarlega vel mannað lið. Krefjandi verkefni fyrir stelpurnar okkar og stuðningur ykkar því mikilvægur.  Leikurinn hefst 19:30. 
Lesa meira

Sigrar hjá mfl kvk og kk um nýliðna helgi

7.10.2013
 Bæði strákarnig og stelpurnar unnu sína leiki um nýliðna helgi. Stelpurnar sigruðu Selfossdömur 29-25 í hörku leik á meðan strákarnir unnu ótrúlegan sigur á Akureyri 35-22. 
Lesa meira

Næstu leikir hjá strákunum og stelpunum

2.10.2013
3.umferð í Olísdeildinni fer fram næstkomandi laugardag. Strákarnir sækja Akureyri heim og er um gríðarlega mikilvægan leik að ræða en ÍBV og Akureyri var spáð svipuðu gengi fyrir komandi tímabil. Stelpurnar sækja Selfoss heim en Selfoss-stelpur hafa staðið sig vel í upphafi móts og unnu meðal annars KA/Þór í fyrstu umferð.
 
Báðir leikirnir verða án efa hörku spennandi en leikurinn hjá strákunum hefst kl 13:30 en stelpunum kl 14:30. 
Lesa meira

Erfiður leikur hjá strákunum gegn Haukum

2.10.2013
 Haukar unnu laglegan útisigur á ÍBV í dag þegar liðin áttust við í Eyjum í 2. umferð Olís-deildar karla í handbolta.  Lokatölur urðu 30:18 fyrir Hafnarfjarðarliðið en ekkert benti til þess í fyrri hálfleik að sigur þeirra yrði svona stór enda var staðan í hálfleik 10:10.
 
 
 
Lesa meira

ÍBV sigraði Íslandsmeistara Fram síðastliðin laugardag.

2.10.2013
 ÍBV vann sinn fyrsta sigur í Olísdeild kvenna á þessum tímabili þegar liðið tók á móti Íslandsmeisturum Fram í dag.  Lokatölur urðu 26:20 eftir að staðan í hálfleik var 11:9. 
 
Lesa meira

Myndir

Næstu leikir

Dagsetning Leikur Klukkan
Eldri

Staðan í deildinni

 
Karla   Kvenna
Félag Stig   Félag Stig
1. Haukar 32   1. Stjarnan 38
2. ÍBV 30   2. Valur 36
3. Valur 24   3. ÍBV 34
4. FH 21   4. Fram 32
5. Fram 20   5. Grótta 31
6. Akureyri 18   6. FH 20
7. ÍR 18   7. Haukar 20
8. HK 3   8. HK 18
      9. Fylkir 13
      10. Selfoss 10
      11. KA/Þór 10
      12. Afturelding 2

Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013