Fyrstu heimaleikirnir á laugardaginn, frítt inn!!

27.09.2013
Báðir meistaraflokkarnir eiga heimaleik á laugardaginn. Meistaraflokkur kvenna á leik gegn íslandsmeisturum Fram klukkan 13:30 og strákarnir etja kappi við Hauka strax þar á eftir, eða klukkan 15:30. Frítt er á báða leikina í boði Krókódílana. Við óskum eftir troðfullu húsi á þessum fyrstu heimaleikjum tímabilsins. Áfram ÍBV.
Lesa meira

Bikarmeistarar ÍR teknir í kennslustund

21.09.2013
 Fyrsti deildarleikur ÍBV í Olísdeild karla fór fram í Austurbergi í kvöld. Strákarnir okkar mættu bikarmeisturum ÍR í kaflaskiptum leik.
Lesa meira

Stelpurnar skiluðu sínu þrátt fyrir tap

21.09.2013
 Meistaraflokkur kvenna lék í dag sinn fyrsta leik í Olísdeildinni.  Stelpurnar mættu bikarmeisturum Vals á útivelli í hörku leik. 
Lesa meira

1.umferð Olís deildarinnar hjá kk og kvk á laugardaginn

19.09.2013
 Meistaraflokkarnir okkar leika sína fyrstu leiki næstkomandi laugardag, 21.09. Stelpurnar hefja leik gegn bikarmeisturum Vals kl 13:30 í Vodafonehöllinni. Strákarnir eiga leik kl 17:00 gegn Bikarmeisturum ÍR í Austurbergi. 
Lesa meira

Grétar Eyþórsson og Haukur Jónsson áfram í ÍBV

19.09.2013
 Hornamaðurinn knái Grétar Eyþórsson og markmaðurinn Haukur Jónsson hafa skrifað undir samning við ÍBV. 
Lesa meira

Komdu í krókódílana

18.09.2013
 Komdu í krókódílana!
 
Stuðningsmannafélag ÍBV í handbolta, Krókódílarnir, hefur nú verið starfrækt í 9 tímabil.
 
Í krókódílunum greiðir þú fasta upphæð á mánuði, sem rennur beint til styrkar handboltadeildum ÍBV, karla og kvenna.
Upphæð fyrir einstakling er 1500 krónur á mánuði og 2000 fyrir hjón.
Lesa meira

Bryggjudagur ÍBV og Böddabita á morgun, laugardag.

13.09.2013
 14. sept.  kl. 11:00 – 15:00

Bryggjudagur handboltadeildar ÍBV- íþróttafélags og Böddabita verður laugardaginn 14. september í
VIGTARHÚSINU og VIGTARTORGI
 
 
Lesa meira

Einn af sterkustu mönnum Íslands í starfsmannateymi ÍBV

11.09.2013
Einn af sterkustu mönnum Íslands, Georg Ögmundsson, hefur bæst við starfsmannateymi handboltaliðs ÍBV.


Lesa meira

Úrslit úr forkeppni 2.flokks karla

10.09.2013

 2. flokkur karla lék um helgina fyrstu leiki sína á keppnistímabilinu þegar liðið tók þátt í forkeppni fyrir komandi keppnistímabil.
Lesa meira

Andri Heimir semur við ÍBV

10.09.2013
 Stórskyttan Andri Heimir Friðriksson, sem skoraði 11 mörk í úrslitaleik Ragnarsmótsins síðastliðna helgi, skrifaði í dag undir samning við ÍBV. 
Lesa meira

Handboltabúðir Arons Kristjánssonar í Eyjum 13.-15.sept

9.09.2013
 
Handboltabúðir Arons Kristjánssonar A-landsliðsþjálfara karla 13. -15. september.

Aron Kristjánsson mun, ásamt Handknattleiksdeild ÍBV, halda stórglæsilegt námskeið fyrir krakka fædda 1996-2005 helgina 13-15 september. Námskeiðinu verður skipt upp tvo aldurshópa, 1996-2000 og 2001-2005.Lesa meira

ÍBV vann Ragnarsmótið

7.09.2013

 Andri Heimir Friðriksson skoraði 11 mörk fyrir ÍBV í úrslitaleiknum við ÍR á Ragnarsmótinu í handknattleik á Selfossi. ÍBV vann eins marks sigur í hörkuleik, 30:29. Andri Heimir varð auk þess markahæsti leikmaður mótsins með 20 mörk, Sindri Haraldsson var valin besti varnarmaðurinn og Róbert Hostert leikmaður mótsins.
Lesa meira

ÍBV vann B-riðilinn og mætir ÍR í úrslitaleik í dag kl 16:00

7.09.2013
 ÍR og ÍBV mætast í dag í úrslitaleik Ragnarsmótsins í handbolta en það var ljóst eftir að riðlakeppninni lauk í gærkvöldi. HK og Afturelding spila um bronsið. Ragnarsmótið er árlegt æfingamót í handbolta karla sem fer fram á Selfossi.
Lesa meira

Sigur í fyrsta leik á Ragnarsmótinu

5.09.2013
 M.fl. karla spilaði sinn annan æfingaleik á tímabilinu í gær er þeir mættu Aftureldingu í fyrsta leik Ragnarsmótsins. Okkar menn  voru með frumkvæðið í leiknum nánast allan tímann og náðu að landa 4 marka sigri, 30-25 þrátt fyrir að vera einum manni færri nánast allar síðustu 10 mínútur leiksins. Maggi og Robbi voru finna sig vel í sókninni og Filip (nýja örvhenta skyttan) átti góða spretti þrátt fyrir að hafa bara æft tvisvar með liðinu fyrir leikinn. Vörnin átti góða spretti inn á milli og markmennirnir Kolli og Haukar vörðu vel í leiknum.
 
Lesa meira

Samhentir framan á treyjum félagsins.

4.09.2013

Handknattleiksdeild ÍBV kynnti nú í hádeginu nýjan styrktaraðila framan á treyjum félagsins fyrir næstkomandi tímabil. Nýr styrktaraðili er fyrirtækið Samhentir. Samhentir er leiðandi fyrirtæki í sölu og framleiðslu á umbúðum, rekstrarvörum og pökkunarvélum fyrir sjávarútveg, matvæla- og iðnaðarframleiðeindur og endursöluaðila hverskonar.

Lesa meira

Ragnarsmótið og æfingaleikir mfl kk og kvk

4.09.2013
 Karlalið ÍBV tekur þátt í Ragnarsmótinu en auk okkar manna leika HK, ÍR, Selfoss, Grótta og Afturelding. ÍBV leikur í B-riðli ásamt Gróttu og Aftureldingu. Meistaraflokkur kvenna heldur í æfingaferð og leikur einn æfingaleik. 
 
Lesa meira

5 leikmenn ÍBV í æfingahóp U-16 ára landsliðsins kvenna

22.08.2013
Hvorki fleirri né færri en 5 leikmenn ÍBV eru í æfingahóp U-16 ára landsliði Íslands í handbolta sem mun æfa 6-8.september á Reykjavíkursvæðinu. Þetta eru þær  Ásta Björt Júlíusdóttir, Sandra Erlingsdóttir, Þóra Guðný Arnarsdóttir, Inga Hanna Bergsdóttir og Sirrý Rúnarsdóttir.
Lesa meira

Æfingatímar yngriflokka

20.08.2013
Verið er að raða niður æfingatöflunni og mun hún birtast hér á síðunni í lok þessarar viku eða í byrjun þeirrar næstu. Þjálfari hvers flokks fyrir sig gefur svo út hvenær flokkurinn byrjar að æfa. 
 
Frekari upplýsingar gefur Gulli í síma 6977892 eða í gengum tölvupóst gulli@ibv.is
Lesa meira

Róbert Aron til liðs við ÍBV

11.08.2013
 Róbert Aron Hostert er búinn að semja við ÍBV um að leika með félaginu á komandi tímabili. Róbert var orðaður við lið í Þýskalandi og Spáni eftir seinasta tímabil þar sem hann varð Íslandsmeistari með Fram. Hann er einnig búinn að semja við þýska liðið Hannover Burgdorf um að leika með því frá árinu 2014. 
Lesa meira

Karlalið ÍBV semur við serbneska hægri skyttu

11.08.2013
Karlalið ÍBV hefur samið við serbnesku hægri skyttuna Filip Scepanovic. Scepanovic kemur frá Hvít-rússneska liðinu HC Meshkov Brest en hefur meðal annars leikið með hinu geysi sterka liði Metalurg Skopje. Hinn 28 ára gamli og 193cm hái Scepanovic er ásamt Agnari Smára ætlað að fylla skarð Nemanja Malovic sem lék með ÍBV á seinustu leiktíð. 
Lesa meira

Myndir

Næstu leikir

Dagsetning Leikur Klukkan
Eldri

Staðan í deildinni

 
Karla   Kvenna
Félag Stig   Félag Stig
1. Haukar 32   1. Stjarnan 38
2. ÍBV 30   2. Valur 36
3. Valur 24   3. ÍBV 34
4. FH 21   4. Fram 32
5. Fram 20   5. Grótta 31
6. Akureyri 18   6. FH 20
7. ÍR 18   7. Haukar 20
8. HK 3   8. HK 18
      9. Fylkir 13
      10. Selfoss 10
      11. KA/Þór 10
      12. Afturelding 2

Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013