Stefán Árnason í þjálfarateymi ÍBV

10.08.2013
 Stefán Árnason og handknattleiksdeild ÍBV hafa gert með sér samkomulag fyrir komandi tímabil. Stefán sem undanfarin ár hefur þjálfað yngriflokka Selfoss, með frábærum árangri, mun þjálfa 4. og 5 flokk karla ásamt því að aðstoða Gunnar Magnússon með 2.flokk félagsins. 
Lesa meira

Matjaz Mlakar til karlaliðs ÍBV

31.07.2013
 Karlalið ÍBV hefur styrkt sig fyrir komandi átök í N1 deildinni. ÍBV samdi við Slóvenska línutröllið og landsliðsmanninn Matjaz Mlakar. 
Lesa meira

ÍBV semur við tvo erlenda leikmenn fyrir kvennaliðið

31.07.2013
 ÍBV hefur samið við tvo erlenda leikmenn fyrir kvennalið félagsins. Leikmennirnir tveir eru báðir portúgalskir landsliðsmenn og leika leiksstöðu skyttu og línu. 
Lesa meira

Framtíðarlandsliðsmenn skrifa undir samning við ÍBV og Akademíuna.

4.06.2012

Í gær skrifuðu fimmtán ungmenni undir samning við ÍBV og Akademíuna. Aldrei hafa fleirri skrifað undir í einu og því var áfanginn mjög merkur. Þeir krakkar sem hafa verið í Akademíuni hafa allir verið viðlogandi yngri landsliðin og því má búast við að í þessum hóp séu framtíðar landsliðsfólk. 

Dóra Björk Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri ÍBV ávarpaði hópinn og kynnti þau fyrir forvarnarverkefninu Heili Heilinn en krakkarnir munu taka virkan þátt í því yfir Þjóðhátíðina. Heili Heilinn er nýtt verkefni sem forvarnarhópur ÍBV stendur fyrir en það á að taka á áfengis- og vímuefna neyslu barna og unglinga. 

Lesa meira

Gunnar Magnússon til ÍBV

31.05.2012
  ÍBV hefur gengið frá 3 ára samning við Gunnar Magnússon um að þjálfa meistara-og 2.flokk félagsins. Hann mun starfa samhliða Arnari Péturssyni. 

Gunnari er ætlað að fylla skarð Erlings Richardssonar sem söðlaði um og heldur til Austurríkis næsta tímabil. Gunnar mun þar af leiðandi sjá um handboltahluta akademíunnar næstu 3 ár. 

ÍBV er gífurlega ánægt með að hafa náð í Gunnar sem er starfandi aðstoðamaður Arons Kristjánssonar með A-landslið Íslands og hefur starfað við landsliðið í nokkur ár, hann er td einn af silfurdrengjum Íslands og var með liðinu sem náði í brons á evrópumótinu 2009.

 

Stjórn handknattleiksdeilar ÍBV býður Gunnar velkomin til starfa og vonar að tími hans á Eyjunni fögru muni vera skemmtilegur.

Lesa meira

Myndir

Næstu leikir

Dagsetning Leikur Klukkan

Staðan í deildinni

 
Karla   Kvenna
Félag Stig   Félag Stig
1. Haukar 32   1. Stjarnan 38
2. ÍBV 30   2. Valur 36
3. Valur 24   3. ÍBV 34
4. FH 21   4. Fram 32
5. Fram 20   5. Grótta 31
6. Akureyri 18   6. FH 20
7. ÍR 18   7. Haukar 20
8. HK 3   8. HK 18
      9. Fylkir 13
      10. Selfoss 10
      11. KA/Þór 10
      12. Afturelding 2

Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013