ÍBV í samstarfi við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum og Grunnskóla Vestmannaeyja stendur fyrir akademíum fyrir unglinga í Vestmannaeyjum. Þessar akademíur hafa verið starfandi undanfarin ár. 
 
Markmið akademíu ÍBV er að auka tæknilega færni nemenda í sinni íþróttagrein og bæta líkamlegt ástand þeirra til að standa undir þeim kröfum sem íþróttir gera til iðkenda. 
 
Með því að hafa annan tímann snemma morguns þá viljum hjálpa þeim að tileinka sér þann aga sem til þarf til að ná árangri í íþróttum. 
 
Æfingar eru sem hér segir: 
 
Knattspyrna: Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 06:30 í Eimskipshöllinni.
Handknattleikur: Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 06:30 í Íþróttamiðstöðinni. 
Styrktaræfing:  
 
Gunnar Magnússon hefur yfirumsjón með handknattleik.
Sími:  8993260   Tölvupóstur: Gunnar@ibv.is
 
Hér að neðan er að finna nánari upplýsingar um Akademíu ÍBV
 
Íþróttaakademía Grunnskóla Vestmannaeyja og ÍBV íþróttafélags er að finna hér.
 
Íþróttaakademía Framhaldsskóla Vestmannaeyja og ÍBV íþróttafélags er að finna hér
 
 
Reglur Íþróttaakademíu ÍBV
 
Nemendur sem mæta 100% á allar æfingar og í alla tíma, ljúka a.m.k. 80% af þeim 
einingum sem þeir stunda í skólanum og neyta ekki áfengis, tóbaks né annara fíkniefna, 
munu fá tvo mánuði af fjórum endurgreidda í lok annar.
 
Neysla áfengis, tóbaks og annara fíkniefna er bönnuð í Íþróttaakademíunni, við fyrsta 
brot þá missir viðkomandi rétt á endurgreiðslunni, við annað brot þá fær nemendi 
stranga aðvörun og við þriðja brot er honum vísað úr Akademíunni. Á þessu verða 
engar undantekningar.
 
 
 

Myndir

Næstu leikir

Dagsetning Leikur Klukkan

Staðan í deildinni

 
Karla   Kvenna
Félag Stig   Félag Stig
1. Haukar 32   1. Stjarnan 38
2. ÍBV 30   2. Valur 36
3. Valur 24   3. ÍBV 34
4. FH 21   4. Fram 32
5. Fram 20   5. Grótta 31
6. Akureyri 18   6. FH 20
7. ÍR 18   7. Haukar 20
8. HK 3   8. HK 18
      9. Fylkir 13
      10. Selfoss 10
      11. KA/Þór 10
      12. Afturelding 2

Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013