Góðir siðir fyrir iðkendur

1. Ég er stundvís, ég mæti tímalega fyrir æfingar og á réttum tíma í leiki.
2. Ég er jákvæður og í góðu skapi á æfingum og í leikjum, því mér finnst gaman í leikjum.
3. Ég mótmæli ekki því sem dómarinn/þjálfarinn segir.
4. Ég kem kurteislega fram við mótherja/samherja, því ég vil að hann komi vel fram við mig. 
5. Ég legg mig alltaf 100 % fram.
6. Ég þarf bæði að kunna að vinna og tapa.
7. Ég hjálpa samherjum eins og ég get á æfingum, í leikjum og hvar sem er.
8. Ég geng vel um búningsklefa, íþróttasali og íþróttavelli, bæði í Vestmannaeyjum sem og annars staðar.
9. Ég geng líka vel um í Herjólfi/flugvél, rútum og þar sem ég gisti þegar ég er í keppnisferðalögum með ÍBV.
10. Ég ber virðingu fyrir ÍBV búningnum.
11. Ég fer vel með eignir ÍBV t.d. vesti, bolta og keilur
12. Ég hjálpa til við að ganga frá eftir æfingar.
13. Ég er í íþróttum fyrir sjálfan mig, af því að það er hollt og skemmtilegt.
14. Ég reyni alltaf að vera félaginu og mínum nánustu til sóma, innan vallar sem utan.
15. Ég ber virðingu fyrir fararstjóra/þjálfara og hlýði fyrirmælum þeirra í keppnisferðum.


Góðir siðir fyrir foreldra


1. Verið dugleg að mæta bæði á leiki og æfingar, það gleður börnin. 
2. Hrósið öllum leikmönnum meðan á leik stendur, ekki aðeins ykkar barni.
3. Hvetjið börnin bæði þegar vel gengur og þegar á móti blæs.
4. Berið virðingu fyrir störfum þjálfarans.
5. Lítið á dómarann sem leiðbeinanda barnanna, ekki gagnrýna ákvarðanir hans.
6. Hafið áhrif og hvetjið börnin til þátttöku, ekki þvinga þau.
7. Spyrjið hvort leikurinn hafi verið skemmtilegur eða spennandi.
8. Gerið hóflegar kröfur til barnanna um árangur.
9. Sýnið starfi félagsins virðingu, verið virk á foreldrafundum og þar sem umræður fara fram um þjálfun og markmið.
10. Takið virkan þátt í foreldrasamstarfi því margar hendur vinna létt verk.
11. Verið félaginu og barni ykkar til sóma. Við erum fyrirmyndir barnanna.
12. Látið vita tímanlega ef barn ykkar kemst ekki með í keppnisferð.
13. Farangur barna verður að miðast við að barnið ráði sem best við að bera hann.
14. Merkið vel allt það sem barnið tekur með í keppnisferðir og leyfið þeim taka þátt í að pakka niður þannig að þau viti hvað er í töskunni.
15. Börn mega ekki vera með sælgæti, orkudrykki né vasapening  í ferðum á vegum félagsins nema annað sé tekið fram.
16. Ekki er æskilegt að foreldrar sem eru staddir með hóp, taki sitt barn út úr hópnum t.d. til að gauka einhverju að því sem hinir fá ekki.
17. Sömu reglur gilda fyrir alla.


Fararstjórar á vegum ÍBV - ábendingar
1.    Mætið tímanlega á brottfarastað
2.    Hver fararstjóri hafi yfirumsjón með ákveðnum hóp barna.
3.    Verið með nafnalista og merkið við hverjir fara með.
4.    Börnin fara ekki um borð nema í fylgd með fararstjóra.
5.    Gott er að kenna þeim strax að vera í röð á eftir sínum fararstjóra.
6.    Búðu þig undir að þurfa að setja þig í mörg hlutverk t.d. hjúkku, barnapíu og sálfræðings.
7.    Einn fararstjóri þarf að vera síðastur út á þeim stöðum sem komið er á til að taka eigur barnanna ef eitthvað gleymist og sjá til þess að skilið sé við staðinn með sóma.
8.    Ekki er æskilegt að fararstjórar taki sitt barn út úr hópnum t.d. til að gauka einhverju að því sem hinir fá ekki.
9.    Ekki er æskilegt að fararstjórar taki með systkyni/önnur börn í ferðina nema í samráði við aðra fararstjóra/þjálfara.
10.    Sjáið til þess að börnin gangi vel um búningsklefa, íþróttasali og íþróttavelli.
11.    Sjáið til þess að börnin gangi vel um í Herjólfi/flugvél, rútum og þar sem gist er.
12.    Sjáið til þess að börnin beri virðingu fyrir ÍBV búningnum og öðrum eigum félagsins.
13.    Ganga frá gististað eins og komið var að honum.
14.    Ákveða hvaða fararstjóri á að sjá um að greiða reikninga og nauðsynlegt er að koma nótum strax til gjaldkera þegar heim er komið.
15.    Hvetjið börnin til að horfa á leiki ÍBV þegar því er komið við.

Herjólfur
16.    Sjáið til þess að börnin sýni öðrum farþegum tillitssemi með því að ganga hljóðlega um og séu ekki í eltingaleik.
17.    Æskilegt er að börn séu á ákveðnum stað í skipinu t.d. sjónvarpsherbergi með fararstjóra eða á borðsalshæð.
18.    Sjáið til þess að börn séu ekki úti á dekki meðan á siglingu stendur.

Gátlisti fyrir þjálfara/fararstjóra
•    Panta í Herjólf/flug tímanlega.
•    Panta í almenning (Ef siglt til Þorlákshafnar).
•    Komast að því hverjir eru að fara í ferðina.
•    Fá tilboð í mat á matsölustöðum.
•    Fá fararstjóra
•    Athuga með gistingu.
•    Athuga með rútu.
•    Áætla kostnað.
•    Senda út bréf til foreldra um ferðina og hvað þarf að taka með.
•    Afþreying.
•    Raða börnum á fararstjóra.

Myndir

Næstu leikir

Dagsetning Leikur Klukkan

Staðan í deildinni

 
Karla   Kvenna
Félag Stig   Félag Stig
1. Haukar 32   1. Stjarnan 38
2. ÍBV 30   2. Valur 36
3. Valur 24   3. ÍBV 34
4. FH 21   4. Fram 32
5. Fram 20   5. Grótta 31
6. Akureyri 18   6. FH 20
7. ÍR 18   7. Haukar 20
8. HK 3   8. HK 18
      9. Fylkir 13
      10. Selfoss 10
      11. KA/Þór 10
      12. Afturelding 2

Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013