Vímuvarnarstefna ÍBV
Íþróttir og vímuefni eiga ekki samleið. Eins og fram kemur í Vímuvarnarstefnu félagsins þá er það yfirlýst stefna ÍBV í vímuvarnarmálum að íþróttir og vímuefni eiga ekki samleið. Á meðan íþróttir sjá um að byggja upp heilbrigða sál í hraustum líkama þá sjá vímuefni um að brjóta niður líkama og sál. Íþróttaþjálfarinn er fyrirmynd margra iðkenda og þess vegna þarf hann að fræða börn og unglinga um áhrif áfengis, tóbaks og fíkniefna á heilbrigði þeirra og árangur í íþróttum. Með þessu aukum við þekkingu iðkenda á vímuefnum. Það er alveg ljóst að fíkniefnaneysla ungs fólks er orðinn stór vandi á Íslandi sem og annars staðar. Íþróttahreyfingin hefur frá upphafi lagt grunn að heilbrigði í landinu en kröfur á íþróttafélögin eru alltaf að aukast. Mikilvægi íþrótta hefur aukist síðastliðin ár vegna aukinnar kyrrsetu og einhæfni í líkamsbeitingu og starf íþróttahreyfingarinnar hefur því almennt forvarnargildi með tilliti til líkamlegs hreysti og heilbrigðis. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að íþróttir hafi mikið forvarnargildi gegn neyslu áfengis og annarra vímuefna. Eins og áður hefur komið fram eru þjálfarar barna og unglinga í lykilhlutverki, en þeir hafa
stór áhrif á iðkendur með orðum sínum og verkum. Því mun meiri áhersla sem þeir leggja á skaðsemi vímuefna , þeim mun meiri áhrif mun starfið hafa í baráttunni við vímuefnin. Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um notkun vímuefna á meðal unglinga og oftar en ekki hefur umræðan borist að íþróttunum sem lið í forvarnarstarfi gegn vímuefnum. ÍBV- íþróttafélag telur sig skylt að taka þátt í þessari umræðu og vinna gegn notkun þessara efna og þá sérstaklega innan sinna vébanda. Stjórn ÍBV er sammála um að undir hugtakið vímuefni falli einnig áfengi og tóbak og sér ekki þörf á að nefna það sérstaklega þegar rætt er um vímuefni og varnir gegn notkun þeirra eða fræðslu um skaðleg áhrif þeirra.
Næstu leikir
Dagsetning | Leikur | Klukkan |
---|
Staðan í deildinni
Karla | Kvenna | |||
Félag | Stig | Félag | Stig | |
1. Haukar | 32 | 1. Stjarnan | 38 | |
2. ÍBV | 30 | 2. Valur | 36 | |
3. Valur | 24 | 3. ÍBV | 34 | |
4. FH | 21 | 4. Fram | 32 | |
5. Fram | 20 | 5. Grótta | 31 | |
6. Akureyri | 18 | 6. FH | 20 | |
7. ÍR | 18 | 7. Haukar | 20 | |
8. HK | 3 | 8. HK | 18 | |
9. Fylkir | 13 | |||
10. Selfoss | 10 | |||
11. KA/Þór | 10 | |||
12. Afturelding | 2 |