3.flokkur tapaði gegn FH

25.11.2013
 3.flokkur tapaði gegn FH í gær (sunnudag). Um hörkuleik var að ræða þar sem hart var tekist á. Jafnræði var með liðinunum nánast allan leikinn. 
 
Á 22. mín. fyrri hálfleiks í stöðunni 10-13 fékk leikmaður FH beint rautt spjald frá dómurum leiksins fyrir gróft brot. Mikil reikistefna fór þá í gang þar sem allt virtist vera að leysast upp. Röksamir dómarar leiksins náðu þó að róa leik - og starfsmenn. ÍBV lét ekki þessa uppákomu hafa áhrif á sig og skoruðu 4 næstu mörk leiksins. Staðan í hálfleik var 16-15 fyrir ÍBV. Í seinni hálfleik var sama spenna en þó var ÍBV ávalt yfir. Þegar 10 mín lifðu leiks snérist dæmið hinsvegar við. Léleg "slútt" heimamanna kostuðu það að FH-ingar gegnu á lagið og unnu fjögura marka sigur 29-33. 
 
ÍBV sýndi mikla framför frá síðasta leik sem tapaðist stórt gegn Selfossi.  
 
Maður leiksins var Guðmundur Tómas Sigfússon sem varði 27 skot! 
Atkvæðamestur af útispilurum var Hákon Daði Styrmisson með 11 mörk. 
 
Næsti leikur liðsins er gegn Haukum í Eyjum næsta laugardag.
 
 
 

Myndir

Næstu leikir

Dagsetning Leikur Klukkan

Staðan í deildinni

 
Karla   Kvenna
Félag Stig   Félag Stig
1. Haukar 32   1. Stjarnan 38
2. ÍBV 30   2. Valur 36
3. Valur 24   3. ÍBV 34
4. FH 21   4. Fram 32
5. Fram 20   5. Grótta 31
6. Akureyri 18   6. FH 20
7. ÍR 18   7. Haukar 20
8. HK 3   8. HK 18
      9. Fylkir 13
      10. Selfoss 10
      11. KA/Þór 10
      12. Afturelding 2

Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013