5. flokkur yngri að bæta sig

25.11.2013


Strákarnir á yngra ári í 5. flokki karla fóru á sitt annað mót í vetur en spilað var í Hafnarfirði. ÍBV sýndi frábæra frammistöðu á mótinu og strákarnir augljóslega búnir að bæta sig á flest öllum sviðum frá seinasta móti.
 
ÍBV lék þrjá leiki og sigraði tvo þeirra. ÍBV vann sannfærandi sigra gegn Fram og Þrótti en töpuðu fyrir Haukum eftir að hafa  leikið vel lengst af í þessum leik. Liðið lék í 2. deild og er greinilega ekki langt frá því að komast í efstu deildina. Það mikilvæga var að strákarnir léku mjög góðan bolta og fjölmargir leikmenn að spila stór hlutverk. Samspilið í sókninni var frábært lengst af og hraðaupphlaupin orðin mun betri. Að auki var markvarslan hreint mögnuð.
 
Áfram ÍBV

Myndir

Næstu leikir

Dagsetning Leikur Klukkan

Staðan í deildinni

 
Karla   Kvenna
Félag Stig   Félag Stig
1. Haukar 32   1. Stjarnan 38
2. ÍBV 30   2. Valur 36
3. Valur 24   3. ÍBV 34
4. FH 21   4. Fram 32
5. Fram 20   5. Grótta 31
6. Akureyri 18   6. FH 20
7. ÍR 18   7. Haukar 20
8. HK 3   8. HK 18
      9. Fylkir 13
      10. Selfoss 10
      11. KA/Þór 10
      12. Afturelding 2

Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013