6. flokkur eldra ár búnir með 2 mót.

25.11.2013
Strákarnir á eldra ári í 6. flokki karla hafa nú tekið þátt í tveimur mótum á árinu og eru komnir í pásu frá mótum þangað til í byrjun febrúar.
Í báðum mótunum fórum við með 2 lið.
 
Mót 1 Fram:
Lið 1. Það mátti greinilega sjá merki byrjunar á liðinu þar sem ekki var búið að fara í að spila neina æfingaleiki fyrir mótið. Þetta var í fyrsta sinn sem lið 1 keppir í fyrstu deild og endaði mótið á því að liðið tapaði 2 leikjum, gerði eitt jafntefli og vann einn leik. Leikinn sem þeir unnu var mikill baráttusigur þar sem sigurmarkið kom á lokamínútunni.
Lið 2. Hjá liði 2, sem var að keppa í 4. Deild, fór á sama veg, töpuðu tveimur leikjum, gerðu eitt jafntefli og unnu einn leik. Strákarnir voru að glíma við sömu byrjunarörðuleika sem fór af þeim þegar leið á mótið. Þeir eins og lið 1 unnu sinn leik í lok mótsins og það var á móti liði sem þeir höfðu tapað fyrir áður, þannig að þetta kemur allt með æfingunni.
 
Mót 2. ÍR:
Lið 1. Hérna var liðið búið að fara heim og skerpa á sínum leik. Allir voru duglegir að æfa og komu tilbúnir í mótið. Það fór betra en í fyrra mótinu þar sem liðið vann 2 leiki og tapaði 2. En það var mikil framför hjá þeim, þar sem liðin sem unnu okkur auðveldlega í fyrra mótinu voru í basli með okkur núna.
Lið 2. Liði 2 gekk hins vegar ekki nógu vel hvað varðar úrslit, en við vorum búnir að taka 3 nýja stráka inn í liðið og því erum við enn að slípa okkar leik. Þetta endaði á því að liðið vann 1 leik en tapaði 3.
 
Nú munum við nota þennan tíma sem er að næsta móti til að æfa samspil og tækniæfingar þannig að við komum æfðari á næsta mót.
 
Áfram ÍBV

Myndir

Næstu leikir

Dagsetning Leikur Klukkan

Staðan í deildinni

 
Karla   Kvenna
Félag Stig   Félag Stig
1. Haukar 32   1. Stjarnan 38
2. ÍBV 30   2. Valur 36
3. Valur 24   3. ÍBV 34
4. FH 21   4. Fram 32
5. Fram 20   5. Grótta 31
6. Akureyri 18   6. FH 20
7. ÍR 18   7. Haukar 20
8. HK 3   8. HK 18
      9. Fylkir 13
      10. Selfoss 10
      11. KA/Þór 10
      12. Afturelding 2

Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013