6.flokkur yngra ár Fylkis mót

25.11.2013
 Jæja þá er öðru mótinu lokið hjá 6.flokki yngra ári en það var haldið í Fylkis heimilinu. Við vorum með tvö lið, þrettán stráka en á síðasta móti vorum við bara með eitt.
 
Í ÍBV1 voru: Óli - Richard - Veigar - Hannes - Eyþór og Arnar 
Í ÍBV2 voru: Leif - Almar - Ingi - Björn - Alexander (Adam og Kalli úr 7.flokki)

ÍBV1 var í 2.deild B á þessu móti, við áttum að spila fjóra leiki en þar sem ÍR2 mætti ekki með lið spiluðum við bara þrjá. Við unnum Þrótt1 nokkuð öruggt í fyrsta leik en Þróttararnir enduðu á að töpuða öllum. Við áttu svo HK-Kór1 í næsta leik, það var hörku leikur og okkar lang besti leikurinn í mótinu hann endaði 10-10. Við áttum að fá víti í lokinn en ekkert var dæmt, Hk-Kór1 vann riðillinn okkar og fara því upp. Í loka leiknum mættum við Stjörnunni1, strákarnir byrjðu mjög illa og voru komnir sjö mörkum undir á tíma. Þeir komu þá til baka og endaði leikurinn 12-10 fyrir Stjörnuna, frábært að klára leikinn og fara ekki í fýlu og hætta. Við enduðum í 2-3.sæti með Stjörnunni, mjög ánægður með strákana og mikill bæting frá síðasta móti.

ÍBV2 var í 4.deild og átti að spila fjóra leiki en þar sem HKR mætti ekki spiluðum við bara þrjá leiki. Við unnum fyrsta leik á móti KR2, flottur leikur hjá strákunum þar sem vörnin var mjög góð og fengum við aðeins tvö mark á okkur. Í næsta leik áttum við Hauka4 og var það hörkuleikur. Okkur gekk mjög illa í sókninni og náðum við bara að skora eitt mark í öllum leiknum sem endaði 4-1. Í síðasta leik áttum við svo Stjörnun2, þetta var besti leikurinn hjá strákunum sem endaði með góðum sigri. Lið tvö endaði í 2.sæti

Flott ferð þrír sigrar - eitt jafntefli og tvö töp, strákarnir voru stilltir og flottir. Mjög flott mæting hjá þessum árgangi síðustu vikurnar og gaman að sjá þá bæta sig. 

Myndir

Næstu leikir

Dagsetning Leikur Klukkan

Staðan í deildinni

 
Karla   Kvenna
Félag Stig   Félag Stig
1. Haukar 32   1. Stjarnan 38
2. ÍBV 30   2. Valur 36
3. Valur 24   3. ÍBV 34
4. FH 21   4. Fram 32
5. Fram 20   5. Grótta 31
6. Akureyri 18   6. FH 20
7. ÍR 18   7. Haukar 20
8. HK 3   8. HK 18
      9. Fylkir 13
      10. Selfoss 10
      11. KA/Þór 10
      12. Afturelding 2

Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013