FH mætti í 4. flokki

25.11.2013
FH-ingar mættu til Vestmannaeyja í 4. flokki og léku við okkar menn á sunnudag.
 
Fyrst léku liðin í 4. flokki eldri. ÍBV lék góða sókn lengst af í leiknum en náðu aldrei takti í varnarleikinn. Jafnt var í hálfleik 12-12 og náðu FH-ingar fjögurra marka forystu í síðari hálfleik. Eyjamenn reyndu að minnka munin en náðu ekki að komast nær gestunum en eitt mark. Lokatölur 24-26 sigur FH.

FH-ingar voru einfaldlega tilbúnari í þennan leik og voru betri á flestum sviðum. Þessi leikur er vonbrigði fyrir ÍBV sem átti að gera betur og verður liðið að geta mætt betur stemmt í leiki, allir sem einn.


4. flokkur yngri átti mun betri leik. FH komst í 1-4 en eftir það voru ÍBV strákarnir mun grimmari og viljugri. Varnarleikurinn var hrikalega þéttur og náði liðin að komast 10-9 yfir rétt fyrir hálfleik. Áfram héldu Eyjamenn í seinni hálfleik og voru komnir 19-16 yfir þegar skammt var til leiksloka. Fengu þeir þá brottvísun og minnkaði FH muninn. Staðan var 20-19 ÍBV í vil þegar FH fór í sína síðustu sókn og náðu þeir að jafna þegar 12 sekúndur voru eftir. Jafntefli 20-20 því niðurstaðan.

Leikurinn var frábær af hálfu ÍBV. Hugarfar strákanna var til fyrirmyndar og viljinn mikill í leiknum. Þeir léku sinn besta varnarleik í vetur og í sókninni var liðið mun betra en þeir hafa verið að undanförnu. Grátlegt að ná ekki að sigra gott lið FH en frammistaðan var mögnuð og er það mikilvægt.

Myndir

Næstu leikir

Dagsetning Leikur Klukkan

Staðan í deildinni

 
Karla   Kvenna
Félag Stig   Félag Stig
1. Haukar 32   1. Stjarnan 38
2. ÍBV 30   2. Valur 36
3. Valur 24   3. ÍBV 34
4. FH 21   4. Fram 32
5. Fram 20   5. Grótta 31
6. Akureyri 18   6. FH 20
7. ÍR 18   7. Haukar 20
8. HK 3   8. HK 18
      9. Fylkir 13
      10. Selfoss 10
      11. KA/Þór 10
      12. Afturelding 2

Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013