Frábær helgi hjá meistaraflokki kvenna

25.11.2013
Meistaraflokkur kvenna átti frábæra helgi í Vestmannaeyjum. Stelpurnar léku tvisvar á móti KA/Þór, á föstudeginum í bikar og á laugardeginum í deildinni. 
Bikarleikurinn á föstudaginn var eins og við var að búast erfiður. ÍBV byrjaði betur og komst í 6-3 en KA/Þór beit hressilega frá sér undir lok fyrri hálfleiks og var yfir að honum loknum 13-11. Jafn var á öllum tölum þangað til í stöðunni 19-19 þegar okkar stelpur skorðuðu 10 mörk gegn aðeins 2 frá KA/Þór og komust því nokkuð þægilega áfram í bikarkeppninni 29-21. 
Það var allt annað upp á teningnum á laugardaginn þegar sömu lið mættust í deildinni. ÍBV stelpur byrjuðu leikinn af gífurlegum krafti og voru 17-12 yfir í hálfleik. Þær komust mest 10 mörkum yfir 24-14 og endaði leikurinn 30-23 fyrir okkar stelpum. 
ÍBV er því komið í deildarbikarinn sem fram fer 13 og 14. desember og mætir þar Stjörnustelpum. 
 
Markaskorarar í bikarleiknum:
Guðbjörg 4/7, Vera 10/12, Ester 8/11, Drífa 2/4, Díana 0/1, Telma 4/5, Sandra Dís 1/2
 
Markvarsla
Dröfn 6 (35% varsla), Erla 10 (50% varsla).
 
 
Markaskorarar í deildarleiknum:
Guðbjörg 5/8, Vera 8/11, Ester 7/8, Drífa 4/7, Steina 2/3, Telma 1/3, Kristrún 1/2, Sandra G. 0/1, Arna Þyrí 1/3, Selma 1/1.
 
Markvarsla
Erla Rós var með 5 varin (29% varsla), Sara Dís 1(20% varsla og Dröfn með 11 (61% varsla).

Myndir

Næstu leikir

Dagsetning Leikur Klukkan

Staðan í deildinni

 
Karla   Kvenna
Félag Stig   Félag Stig
1. Haukar 32   1. Stjarnan 38
2. ÍBV 30   2. Valur 36
3. Valur 24   3. ÍBV 34
4. FH 21   4. Fram 32
5. Fram 20   5. Grótta 31
6. Akureyri 18   6. FH 20
7. ÍR 18   7. Haukar 20
8. HK 3   8. HK 18
      9. Fylkir 13
      10. Selfoss 10
      11. KA/Þór 10
      12. Afturelding 2

Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013