Mfl kk tapaði fyrir Haukum en halda 3 sætinu

25.11.2013
 Haukar léku öfluga 3/2/1 vörn í fyrri hálfleik og áttu leikmenn ÍBV lengi vel í erfiðleikum með að brjóta hana á bak aftur. Þegar fimm mínútur voru til hálfleik höfðu Haukar fimm marka forskot, 16:11. ÍBV skoraði fjögur síðustu  mörk hálfleiksins og voru marki undir að honum loknum þrátt fyrir að vörn og markvarsla hafi ekki verið góð hjá liðinu.
 
Fyrstu tíu mínútur síðari hálfleik voru jafnar og talvert um mistök. Hauka náðu fjögurra marka forskoti, 22:18, þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Eyjamenn bitu frá sér og náðu að minnka muninn en þreyta gerði greinilega vart við sig á síðustu tíu mínútunum. Þá fjölgaði mistökum Eyjamanna. Það nýttu Haukar sér til þess að náð góðu forskoti og vinna loks með sex marka mun, sem gefur ekki rétta mynd af gangi leiksins.
 
Eyjamenn léku án Róberts Aron Hosterts og Theodórs Sigurbjörnssonar sem báðir eru meiddir. Þá harkaði Magnús Stefánsson af sér og lék með þrátt fyrir að glíma við meiðsli öxl og getur af þeim sökum vart kastað boltanum á markið.
 
Þórður Rafn Guðmundsson var markahæstur hjá Haukum  með sex mörk. Tjörvi Þorgeirsson og Elías Már Halldórsson skoruðu fimm mörk hvor. Andri Heimir Friðriksson skoraði sjö mörk fyrir ÍBV og Agnar Smári Jónsson skoraði fimm mörk.
 

Myndir

Næstu leikir

Dagsetning Leikur Klukkan

Staðan í deildinni

 
Karla   Kvenna
Félag Stig   Félag Stig
1. Haukar 32   1. Stjarnan 38
2. ÍBV 30   2. Valur 36
3. Valur 24   3. ÍBV 34
4. FH 21   4. Fram 32
5. Fram 20   5. Grótta 31
6. Akureyri 18   6. FH 20
7. ÍR 18   7. Haukar 20
8. HK 3   8. HK 18
      9. Fylkir 13
      10. Selfoss 10
      11. KA/Þór 10
      12. Afturelding 2

Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013