4. flokkur vann HK í 16-liða úrslitum bikars

01.12.2013


Strákarnir á eldra ári 4. flokks fengu sterka HK-inga í heimsókn í dag í bikarkeppninni og var leikurinn í 16-liða úrslitum. Ljóst var að þetta yrði afar spennandi leikur en þessi lið léku til úrslita á Íslandsmótinu í fyrra. Það fór svo þannig að það voru Eyja peyjar sem stóðu uppi sem sigurvegarar 24-21 eftir kaflaskiptan leik. Vonandi er þetta byrjunin á góðu "bikar run-i" hjá liðinu en núna er ÍBV einungis tveimur leikjum frá því að komast í úrslitaleikinn sem fram fer í sjálfri Laugardalshöllinni.

HK byrjaði mun betur og komst í 3-8 eftir 14-15 mínútna leik. Varnarleikur og markvarsla ÍBV til að byrja með var ekki að virka nægilega vel. Bæði voru HK-ingar að skora óþarflega mikið af auðveldum mörkum og svo láku önnur skot inn sem hefði átt að koma í veg fyrir. ÍBV strákarnir vita hins vegar að leikurinn er 50 mínútur og það sem skiptir máli er hvað þú gerir innan þess ramma. Smám saman minnkuðu þeir forskotið í 8-11 en þá kom kafli sem átti eftir að breyta leiknum. IBV gerði fimm seinustu mörk hálfleiksins og 13-11 yfir í hálfleik.

ÍBV komst í 14-11 en jafnræði var með liðunum nær allan seinni hálfleikinn. HK jafnaði í 15-15 og komst 17-18, og svo 18-19 yfir. Undir lokin var það hins vegar ÍBV sem fann betri lausnir og sýndi mikið meiri klókindi. Eftir að HK jafnaði í 21-21 skoraði ÍBV seinustu þrjú mörkin og 24-21 sigur staðreynd.

Ánægjulegt var að sjá strákana fagna áskorun dagsins í stað þess að óttast hana og léku þeir best þegar mest á reyndi. Þrátt fyrir erfiða byrjun hélt liðið áfram að reyna og þegar leikur liðsins small var augljóst að ÍBV var skrefinu á undan í þessum leik.

 

Myndir

Næstu leikir

Dagsetning Leikur Klukkan

Staðan í deildinni

 
Karla   Kvenna
Félag Stig   Félag Stig
1. Haukar 32   1. Stjarnan 38
2. ÍBV 30   2. Valur 36
3. Valur 24   3. ÍBV 34
4. FH 21   4. Fram 32
5. Fram 20   5. Grótta 31
6. Akureyri 18   6. FH 20
7. ÍR 18   7. Haukar 20
8. HK 3   8. HK 18
      9. Fylkir 13
      10. Selfoss 10
      11. KA/Þór 10
      12. Afturelding 2

Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013