5 stjörnu leikur hjá strákunum okkar gegn FH

08.12.2013
 Eyjamenn unnu í dag glæsilegan fimm marka sigur á FH í Hafnarfirði en lokatölur urðu 22.27 fyrir ÍBV.  Staðan í hálfleik var 13:15 fyrir ÍBV en leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær, laugardag.  Þá var hins vegar ekkert ferðaveður en hluti af leikmannahópi ÍBV fór með Herjólfi í morgun, sem alla jafna telst ekki ákjósanlegur undirbúningur fyrir erfiða leiki.  En Eyjapeyjar létu Herjólfsferð ekkert draga sig niður og unnu nokkuð sannfærandi eins og áður sagði. 
 
Með sigrinum komst ÍBV upp í þriðja sæti deildarinnar, er með 12 stig eftir 10 leiki, jafn mörg og Fram sem hefur leikið 11 leiki.  FH er í öðru sæti með 13 stig eftir 11 leiki en Haukar eru efstir með 17 stig eftir 11 leiki.  Þetta var síðasti leikur Olísdeildarinnar í ár en næsti leikur ÍBV í deildinni er ekki fyrr en 25. janúar á næsta ári.  Liðið á hins vegar eftir að spila gegn B-liði Hauka í bikarkeppninni og með því að leggja FH að velli í dag, tryggði ÍBV sér sæti í Deildarbikarkeppninni sem fer fram í Hafnarfirði um næstu helgi.  Þar mætir liðið einmitt FH í undanúrslitum en í hinum leiknum mætast Haukar og Fram.
 
„Við vorum allir staðráðnir í að leggja okkur alla fram og vinnusemin, viljinn, baráttan og fórnfýsin var til fyrirmyndar í dag. Þegar þetta er í lagi þarf ansi mikið til að slá okkur út af laginu svo við héldum áfram og mölluðum í gegnum þetta. Hægt og rólega fór vörnin að virka og markvarslan var flott í seinni hálfleik,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV í samtali við Mbl.is.
 
Með sigrinum tókst Eyjamönnum að stökkva upp um tvö sæti, úr fimmta í þriðja, og munu því leika í deildarbikarnum seinna í mánuðinum. „Við vorum komnir inn í deildarbikarinn eftir að búið var að ákveða með leikina tíu en gulrótin var einfaldlega sú að spila okkur í sæti í þessari deild og vera meðal þeirra bestu en deildin er svo jöfn að það má ekkert misstíga sig.“
 
Mörk ÍBV: Magnús Stefánsson 7, Andri Heimir Friðriksson 7, Theodór Sigurbjörnsson 4, Agnar Smári Jónsson 3, Guðni Ingvarsson 3, Grétar Eyþórsson 2, Dagur Arnarsson 1.
Varin skot: Haukur Jónsson 10/1, Kolbeinn A. Ingibjargarson 5.
 
 
Tekið af eyjafrettir.is.

Myndir

Næstu leikir

Dagsetning Leikur Klukkan

Staðan í deildinni

 
Karla   Kvenna
Félag Stig   Félag Stig
1. Haukar 32   1. Stjarnan 38
2. ÍBV 30   2. Valur 36
3. Valur 24   3. ÍBV 34
4. FH 21   4. Fram 32
5. Fram 20   5. Grótta 31
6. Akureyri 18   6. FH 20
7. ÍR 18   7. Haukar 20
8. HK 3   8. HK 18
      9. Fylkir 13
      10. Selfoss 10
      11. KA/Þór 10
      12. Afturelding 2

Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013