Góð ferð upp á land hjá 99 strákunum

12.12.2013


Yngra ár 4. flokks karla (1999) fór upp á land og lék tvo leiki um seinustu helgi, sá fyrri í 16-liða úrslitum bikars og sá síðari í deild. ÍBV lék mjög góðan handbolta í leikjunum og var sóknarleikurinn betri í þeim en oftast áður í vetur. Báðir leikirnir unnust og fara þessir strákar inn í jólafríið með flottri frammistöðu á undanförnum mánuði en þeir hafa svo sannarlega verið að bæta sig.
 
Bikarleikurinn gegn Stjörnunni var jafn framan af. ÍBV leiddi í byrjun en réð ekki alveg við stóra skyttu heimamanna. Seinni hluta fyrri hálfleiks voru Stjörnumenn sterkari og 14-13 yfir í hálfleik. Í seinni hálfleiknum var varnarleikur okkar manna mun betri og sáu strákarnir við flestum þeim hlutum sem Stjarnan var að gera og seig ÍBV fram úr jafnt og þétt í seinni hálfleiknum. Komust 18-19 yfir, 19-22 og svo 20-25. Lokatölur urðu 24-28 sigur.

Dagurinn eftir var deildarleikur gegn Víkingi. Frábær sóknarleikur skilaði 20 mörkum í fyrri hálfleik og 11-20 forystu. Munurinn hélst svipaður út seinni hálfleikinn og lokatölur urðu 24-34 sigur.

9 leikmenn skoruðu í fyrri hálfleikum og 10 leikmenn í seinni leiknum sem er til marks um að fjöldi leikmanna er að koma sterkur inn í leik liðsins. Sóknarleikurinn er í stöðugri framför og þarf núna að vinna áfram í honum ef liðið ætlar sér að gera enn betur eftir áramót. Strákarnir eru á réttri leið enda duglegir og tilbúnir að leggja á sig.

Myndir

Næstu leikir

Dagsetning Leikur Klukkan

Staðan í deildinni

 
Karla   Kvenna
Félag Stig   Félag Stig
1. Haukar 32   1. Stjarnan 38
2. ÍBV 30   2. Valur 36
3. Valur 24   3. ÍBV 34
4. FH 21   4. Fram 32
5. Fram 20   5. Grótta 31
6. Akureyri 18   6. FH 20
7. ÍR 18   7. Haukar 20
8. HK 3   8. HK 18
      9. Fylkir 13
      10. Selfoss 10
      11. KA/Þór 10
      12. Afturelding 2

Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013