Hlynur Morthens með markmannsæfingu 30 desember.

26.12.2013
 Einn allra besti markvörður síðari ára Hlynur Morthens mun halda markmannsæfingu fyrir handknattleiksmarkmenn ÍBV. Hlynur,  leikmaður  Vals, hefur verið einn besti markvörður tímabilsins í ár þrátt fyrir að vera 38 ára gamall. Það er markmið Handknattleiksdeildar ÍBV að veita sem allra bestu þjálfun sem völ er á. Hlynur er mikill reynslubolti og kemur til með að veita markmönnum ÍBV innsýn í hugsun sína og miðla af sínum ferli til iðkenda ÍBV. Æfingin mun vera í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum klukkan 14:00, mánudaginn 30 desember.  Æfingin er að sjálfsögðu í boði Handknattleiksdeildar ÍBV. 
 
Æfingin er ætluð leikmönnum í 4 flokki og eldri. Yngri markmönnum er að sjálfsögðu velkomið að mæta og fylgjast með.
Sannarlega mikill fengur fyrir okkar frábæru efnilegu leikmenn. 
 

Myndir

Næstu leikir

Dagsetning Leikur Klukkan

Staðan í deildinni

 
Karla   Kvenna
Félag Stig   Félag Stig
1. Haukar 32   1. Stjarnan 38
2. ÍBV 30   2. Valur 36
3. Valur 24   3. ÍBV 34
4. FH 21   4. Fram 32
5. Fram 20   5. Grótta 31
6. Akureyri 18   6. FH 20
7. ÍR 18   7. Haukar 20
8. HK 3   8. HK 18
      9. Fylkir 13
      10. Selfoss 10
      11. KA/Þór 10
      12. Afturelding 2

Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013