4. flokkur karla bikarmeistari!

04.03.2014


Strákarnir í 4. flokki karla fóru á kostum í úrslitaleik bikarkeppni HSÍ þegar þeir unnu ÍR-inga sannfærandi 27-17. ÍBV var með undirtökin strax frá byrjun og jókst munurinn alltaf meira og meira eftir því sem á leið. Frábær liðsheild skilaði sigrinum en það vakti athygli hve margir leikmenn skiluðu framlagi til liðsins. Eyjamenn voru gífurlega vel stemmdir frá byrjun og magnað að sjá hve rólegir og yfirvegaðir þessir ungu strákar voru í þeim gífurlega stóra og flotta leik sem bikarúrslitin í Laugardalshöllinni eru.

HSÍ á heiður skilið fyrir að bjóða yngri flokka leikmönnum upp á sömu umgjörð og meistaraflokkunum sem léku úrslitaleiki sína daginn áður. ÍBV liðið fagnaði því að fá að leika á gula og bláa dúknum og léku líklega sinn besta leik í vetur. Frá byrjun var varnarleikurinn afar þéttur og áttu ÍR-ingar í stökustu vandræðum með að skora. ÍBV komst mest fimm mörkum yfir í fyrri hálfleik en hálfleikstölur voru 12-8. Tveimur leikmönnum fleiri í byrjun seinni hálfleiks minnkaði ÍR muninn í 12-10. Gerðu ÍBV strákarnir þá næstu fimm mörk og komust í 17-10. Eftir það héldu okkar menn áfram og 10 marka munur að lokum niðurstaðan.

Sóknarleikurinn gekk vel hjá ÍBV en þar er spilið að verða betra og betra með hverjum leiknum. Varnarleikurinn gekk vel upp en þar unnu menn gífurlega vel saman. Í kjölfarið fékk ÍBV fjölmörg hraðaupphlaup í leiknum sem skiptir miklu máli í svona leik. Frábær heildarleikur hjá strákunum en það er ljóst að í þessu liði eru fjölmargir leikmenn sem munu á komandi árum leika afar stórt hlutverk í meistaraflokksliði ÍBV.

Vestmannaeyingar studdu afar vel við bakið á sínu liði í þessum leik en gífurlegur fjöldi fólks var mættur í Laugardalshöllina til að horfa á leikinn og hvetja strákana. Skiptir það miklu í svona leikjum. Þegar heim var komið eftir siglingu voru móttökurnar hreint frábærar og gaman að sjá hve Eyjamenn styðja við bakið á sínu fólki.

Myndir

Næstu leikir

Dagsetning Leikur Klukkan

Staðan í deildinni

 
Karla   Kvenna
Félag Stig   Félag Stig
1. Haukar 32   1. Stjarnan 38
2. ÍBV 30   2. Valur 36
3. Valur 24   3. ÍBV 34
4. FH 21   4. Fram 32
5. Fram 20   5. Grótta 31
6. Akureyri 18   6. FH 20
7. ÍR 18   7. Haukar 20
8. HK 3   8. HK 18
      9. Fylkir 13
      10. Selfoss 10
      11. KA/Þór 10
      12. Afturelding 2

Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013