4.flokkur kvenna Bikarmeistari

04.03.2014
 ÍBV mætti KA  í bikarúrslitaleik í 4 fl kvenna, fyrir þennan leik höfðu liðin mæst tvisar í vetur og annar leikurinn endaði með jafntefli og hinum leiknum lauk með eins marks sigri KA  eftir að IBV hafði verið yfir allan leikinn, þannig að búist var við hörku leik og sú varð raunin. Stelpurnar komu vel stemmdar til leiks staðráðnar í að fara með bikarinn til eyja. Í fyrri hálfleik var jafnt á öllum tölum, en Þóra Guðný dróg vagninn fyrir eyjastelpurnar og skoraði mörg glæsilega mörk, staðan í hálfleik var 10-9 fyrir IBV. Spennan hélt áfram og alltaf hafði IBV frumkvæðið eins til tveggja marka forysta, í stöðunni 18-15 og 2 ½  mínúta eftir að leiknum virtist IBV stelpurnar vera að sigla þessum bikar til eyja, en ósanngjarn brottrekstur á þessum tímapunkti skipti sköpum, einum fleirr náðu KA stelpur að jafna leikinn og framlenginn því staðreynd. Í framlengingunni höfðu KA stelpur frumkvæðið og voru yfir einu marki í hálfleik framlengingarinnar, á þeim tímapunkti ver Inga Hanna tvö víti, og við skorum sigurmarkið úr hraðaupphlaupi 40 sek fyrir leikslok, Lokatölur 23-22  Það sem skóp þennan sigur var sterk liðsheild og frábær markvarsla Ingu Hönnu en hún varði 19 skot og þar af 3 víti, Markaskorar í leiknum voru þær Þóra Guðný 7 mörk, Ásta Björt 6 mörk, Kristín 3 mörk, Sirrý 4 og Díana 3 mörk hver. Það voru því glaðar og hressar stelpur sem sigldu með bikarinn til eyja um kvöldið, Unnur Sigmarsdóttir er þjálfari stúlknanna og henni til aðstoðar á bekknum var Jón Gunnlaugur. Þess má geta að umgjörðin í kringum úrslitaleikina var alveg til fyrirmyndar og á Hsí heiður skilið fyrir að gera þetta svona flott. Einnig var frábært fyrir þá eyjamenn sem ekki komust á leikinn að geta séð þetta í sjónvarpinu en sporttv.is sá um þau mál. Móttökurnar við heimkomu voru frábærar, eitthvað sem er ekki hægt að lýsa með orðum. En einnig var stuðningurinn á pöllunum frábær.

Myndir

Næstu leikir

Dagsetning Leikur Klukkan

Staðan í deildinni

 
Karla   Kvenna
Félag Stig   Félag Stig
1. Haukar 32   1. Stjarnan 38
2. ÍBV 30   2. Valur 36
3. Valur 24   3. ÍBV 34
4. FH 21   4. Fram 32
5. Fram 20   5. Grótta 31
6. Akureyri 18   6. FH 20
7. ÍR 18   7. Haukar 20
8. HK 3   8. HK 18
      9. Fylkir 13
      10. Selfoss 10
      11. KA/Þór 10
      12. Afturelding 2

Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013