98 liðið vann Hörð í tvígang

10.03.2014
ÍBV mætti Herði í 4. flokki karla eldri um helgina. Liðin mættust á miðri leið og léku báða leiki sína í deildinni í Mýrinni.
Fóru leikar þannig að ÍBV vann báða leikina sannfærandi, þann fyrri 38-23 og þann síðari 36-17. Hörður réð illa við vörn ÍBV þegar hún hélt og bjó varnarleikurinn til fjölda hraðaupphlaupa í þessum leikjum. Í sókninni gerðu allir útileikmenn liðsins mörk í báðum leikjum og meira að segja markvörðurinn til viðbótar í seinni leiknum. Það voru því allir leikmenn að taka ríkan þátt í leik liðsins þessa helgina.
 
Næstu leikur 4. flokks eru á útivelli gegn FH og Selfossi um næstu helgi.

Myndir

Næstu leikir

Dagsetning Leikur Klukkan

Staðan í deildinni

 
Karla   Kvenna
Félag Stig   Félag Stig
1. Haukar 32   1. Stjarnan 38
2. ÍBV 30   2. Valur 36
3. Valur 24   3. ÍBV 34
4. FH 21   4. Fram 32
5. Fram 20   5. Grótta 31
6. Akureyri 18   6. FH 20
7. ÍR 18   7. Haukar 20
8. HK 3   8. HK 18
      9. Fylkir 13
      10. Selfoss 10
      11. KA/Þór 10
      12. Afturelding 2

Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013