6. sigurinn í röð hjá meistaraflokki kvenna

16.03.2014
 ÍBV komst í dag upp í þriðja sæti Olísdeildarinnar með öruggum sigri á Þór/KA norðan heiða í dag.  Á fimmtudaginn tapaði Fram fyrir Gróttu en ÍBV og Fram voru jöfn að stigum í 3. og 4. sæti fyrir leikinn í dag.  Nú þegar aðeins ein umferð er eftir, er staðan í deildinni þannig að Stjarnan er efst með 38 stig, Valur er í öðru sæti með 34, ÍBV í þriðja með 32, Fram í fjórða með 30 og Grótta í því fimmta með 29.  Vinni ÍBV FH á heimavelli í síðustu umferðinni á laugardaginn, nær ÍBV þriðja sætinu.  Liðið getur ekki náð öðru sætinu af Val, þótt ÍBV myndi jafna Hlíðarendaliðið að stigum, þar sem Valur hefur betur í innbyrðis viðureign.  Ef Fram jafnar hins vegar ÍBV að stigum, hirðir Fram þriðja sætið og ÍBV fer niður í það fjórða.  
 
Átta efstu liðin fara í úrslitakeppnina en fjögur efstu liðin fá heimaleikjarétt, sem ÍBV hefur þegar tryggt sér.  Hins vegar er ólíku að jafna að enda í fjórða eða þriðja sæti.  Ef ÍBV endar í þriðja sæti, fær liðið FH eða Hauka í fyrstu umferð úrslitanna en ef Eyjaliðið endar í fjórða sæti, verður það annað hvort Fram eða Grótta.  Síðarnefndu tvö liðin eru mun erfiðari andstæðingar, án þess þó að lítið sé gert úr Hafnafjarðarliðunum en ÍBV hefur unnið Hauka tvívegis í vetur og FH í Hafnarfirði. 
 
Það verður því allt undir í síðasta deildarleiknum gegn FH á laugardaginn og hefst leikurinn klukkan 13:30.
 
 
Mörk ÍBV: Vera Lopes 9, Ester Óskarsdóttir 7, Telma Amado 5, Arna Þyrí Ólafsdóttir 4, Díana Dögg Magnúsdóttir 3, Sandra Dís Sigurðardóttir 2.
 
 
tekið af eyjafréttir.is

Myndir

Næstu leikir

Dagsetning Leikur Klukkan

Staðan í deildinni

 
Karla   Kvenna
Félag Stig   Félag Stig
1. Haukar 32   1. Stjarnan 38
2. ÍBV 30   2. Valur 36
3. Valur 24   3. ÍBV 34
4. FH 21   4. Fram 32
5. Fram 20   5. Grótta 31
6. Akureyri 18   6. FH 20
7. ÍR 18   7. Haukar 20
8. HK 3   8. HK 18
      9. Fylkir 13
      10. Selfoss 10
      11. KA/Þór 10
      12. Afturelding 2

Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013