4. flokkur karla lék um helgina.

18.03.2014
 Strákarnir í 4. flokki karla fóru upp á land um helgina og léku gegn FH og Selfoss úti.
 
Eldra liðið byrjaði vel gegn FH og var 3-7 yfir þegar FH-ingar tóku leikhlé. Slökuðu strákarnir þá á og komst FH hægt og rólega inn í leikinn og skyndilega höfðu þeir jafnað en staðan í hálfleik var 12-12. Í síðari hálfleik gegnu FH-ingar á lagið og voru skrefinu á undan. Lokatölur urðu 24-21 sigur FH.
 
Varnarleikur liðins í leiknum var sá slakasti í langan tíma og er slíkt afar dýrt gegn liði eins og FH. Sóknin var fín lengst af en undir lokin voru strákarnir farnir að svekkja sig á óþarfa hlutum og einbeitingin ekki eins og hún á að vera.
 
Gegn Selfossi daginn eftir voru þeir öflugri. Reyndar tók það fyrri hálfleikinn að komast í gang en eftir 11-13 forystu í hálfleik vannst 9 marka sigur 17-26.
 
Yngra liðið lék frábærlega gegn FH. ÍBV leiddi nær allan leikinn og leit allt út fyrir sigur okkar manna. Hálfleikstölur voru 8-9 og komst ÍBV í 16-19 þegar skammt var til leiksloka. Undir lokin gekk ýmislegt á og náðu FH-ingar að jafna í 20-20 og urðu það svo lokatölur leiksins.
 
Hetjuleg barátta skilaði því miður bara einu stigi en strákarnir áttu meira skilið. Sóknarleikurinn góður en vörnin með því allra besta sem þessir strákar hafa sýnt í vetur. Frammistaðan er það sem mestu skiptir, með góðri frammistöðu bæta menn sig mest og er ljóst að þessi leikur mun skil afar miklu inn á bók til strákanna.
 
Liðið vann svo karakters sigur á Selfossi 22-25 daginn eftir. Erfiðlega gekk framan af og skiptust liðin á að hafa forystuna í fyrri hálfleik. Selfoss leiddi 13-12 í hálfleik en hægt og rólega í seinni hálfleik tók ÍBV yfir leikinn. ÍBV komst 17-18 yfir og sigldi svo áðurnefndum þriggja marka sigri heim. Flottur sigur þar sem sterk liðsheild strákanna og mögnuð vörn í seinni hálfleik skilaði mikilvægum sigri.
 
Á föstudag eiga bæði ÍBV liðin mikilvæga leiki gegn HK. Eldri spila 17:30 og yngri 18:30. Hvetjum við fólk til að mæta á leikina og styðja strákana til sigurs.

Myndir

Næstu leikir

Dagsetning Leikur Klukkan

Staðan í deildinni

 
Karla   Kvenna
Félag Stig   Félag Stig
1. Haukar 32   1. Stjarnan 38
2. ÍBV 30   2. Valur 36
3. Valur 24   3. ÍBV 34
4. FH 21   4. Fram 32
5. Fram 20   5. Grótta 31
6. Akureyri 18   6. FH 20
7. ÍR 18   7. Haukar 20
8. HK 3   8. HK 18
      9. Fylkir 13
      10. Selfoss 10
      11. KA/Þór 10
      12. Afturelding 2

Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013