Dröfn í A-landslið kvenna

21.03.2014
 Dröfn Haraldsdóttir, markvörður ÍBV, var í dag kölluð inn í A-landslið kvenna. Ísland leikur tvo leiki í undankeppni EM gegn Frökkum í næstu viku, heimaleik á miðvikudaginn í Laugardalshöll kl 19:30 og ytra laugardaginn 29.mars kl 16:30. Dröfn hefur leikið feikivel í undanförnum leikjum og á stóran þátt í því að kvennalið ÍBV er búið að vinna 6 leiki í röð í deildinni. Dröfn hefur í seinustu 6 leikjum verið með að meðaltali 44% markvörslu. Ásamt Dröfn mun markvörður Gróttu, Íris Björk Símonardóttir mynda markvarðapar landsliðsins.
 
Handknattleiksdeild ÍBV óskar Dröfn innilega til hamingju með valið. 

Myndir

Næstu leikir

Dagsetning Leikur Klukkan

Staðan í deildinni

 
Karla   Kvenna
Félag Stig   Félag Stig
1. Haukar 32   1. Stjarnan 38
2. ÍBV 30   2. Valur 36
3. Valur 24   3. ÍBV 34
4. FH 21   4. Fram 32
5. Fram 20   5. Grótta 31
6. Akureyri 18   6. FH 20
7. ÍR 18   7. Haukar 20
8. HK 3   8. HK 18
      9. Fylkir 13
      10. Selfoss 10
      11. KA/Þór 10
      12. Afturelding 2

Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013