98 strákarnir unnu tvo leiki um helgina

24.03.2014


 1998 árgangurinn í handbolta sigraði bæði HK og ÍR um helgina. HK liðið var í 3. sæti og ÍR því 5. fyrir helgina. Með sigrinum tryggðu ÍBV liðið sér annað sætið í deildinni og eru nú á seinustu metrunum fyrir úrslitakeppnina þar sem allt getur gerst.
 
ÍBV byrjaði mun betur í leiknum gegn HK og komst í 5-1. Í raun hafði ÍBV forystuna allan leikinn og stýrði ferðinni. HK var þó aldrei langt undan og söxuðu oft á forystu ÍBV sem juku hana svo aftur. Oft hefðu strákarnir getað komið sér í mjög þægilega stöðu og hrist HK almennilega af sér en náðu því í raun ekki. Hálfleikstölur voru til að mynda 13-11 eftir að ÍBV hafi verið í kjörstöðu til að hafa 4 eða 5 mörk í forskot í hálfleik. Vörn ÍBV var nefnilega ekki eins sterk og hún hefur of verið og náði liðið þ.a.l. aldrei að gera út um leikinn í seinni hálfleiknum. Sóknin var hins vegar afar vel útfærð og skilaði það 29-26 sigri.
 
Með sigrinum tryggðu strákarnir sig fyrir ofan HK í deildinni og í 2. sætinu sem er góður árangur. Stærsta keppnin, úrslitakeppnin, er enn framundan og hafa ÍBV strákarnir spilað sína allra bestu leiki í vetur í bikarformi. Er því ekki annað hægt að gera en að láta sig hlakka til þeirra leikja. Sóknin hefur verið á uppleið að undanförnu eftir að vörnin hafi verið aðalsmerki liðsins á seinustu mánuðum. Hvað ætli svo gerist þegar liðið nær báðum þessum hlutum inn á sama tíma?
 
Liðið sigraði svo ÍR á sunnudag í svipuðum leik 33-28 eftir að hafa leitt 17-12 í hálfleik. Aftur var það sóknarleikurinn sem gerði gæfumuninn þó svo að liðið hafi gert of mikið af mistökum í þessum leik. 
 
Það besta við helgina var fjölbreytt framlag leikmanna. Að auki nýttu sumir leikmenn sénsana sína vel og léku sína bestu leiki í vetur.

Myndir

Næstu leikir

Dagsetning Leikur Klukkan

Staðan í deildinni

 
Karla   Kvenna
Félag Stig   Félag Stig
1. Haukar 32   1. Stjarnan 38
2. ÍBV 30   2. Valur 36
3. Valur 24   3. ÍBV 34
4. FH 21   4. Fram 32
5. Fram 20   5. Grótta 31
6. Akureyri 18   6. FH 20
7. ÍR 18   7. Haukar 20
8. HK 3   8. HK 18
      9. Fylkir 13
      10. Selfoss 10
      11. KA/Þór 10
      12. Afturelding 2

Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013