99 strákarnir sigruðu og töpuðu

24.03.2014


Yngra árið í 4. flokki (1999) léku eins og eldri strákarnir gegn HK og ÍR um helgina. Stórsigur vannst á ÍR 36-20 en leikurinn gegn ÍR tapaðist á sárgrætilegan hátt 24-26.
 
Leikurinn gegn HK var frábær af hálfu okkar manna. ÍBV byrjaði mun betur og komst í 5-1 forystu. Eftir það var í raun aldrei aftur snúið. Strákarnir héldu góðu tempói allan fyrri hálfleik og voru 9 mörkum yfir í hálfleik 15-6. Yfirburðir Eyjamanna héldu áfram í síðari hálfleik og fjölgaði mörkum beggja liða töluvert. Markataflan sýndi 36-20 þegar leiknum lauk. Flott vörn strákanna bjó til fjölda hraðaupphlaupa allan leikinn. Sóknarleikurinn var flottur og margir leikmenn að gera þar mörk og fleira.
 
Gegn ÍR á sunnudeginum varð slök byrjun liðinu að falli. Varnarleikurinn lak mikið í byrjun sem gerði það að verkum að ÍR-ingar náðu strax stjórninni á leiknum. ÍBV þó aldrei langt á undan og var munurinn á liðinum þrjú mörk í hálfleik, 10-13. Í seinni hálfleik börðust ÍBV strákarnir frábærlega. Oft minnkuðu þeir muninn í eitt mark en komust því miður ekki nær þrátt fyrir hetjulegar tilraunir. Þetta bara gekk ekki hjá strákunum í leiknum og lokatölur 24-26 fyrir ÍR.
 
Liðið lék vel í báðum leikjunum um helgina og átti skilið meira en tvö stig. Því miður endaði þetta svona en strákarnir reyndu þó af krafti. Þessi hópur hefur verið að bæta sig gríðarlega eftir því sem liðið hefur á veturinn og nú í baráttu um 5. og 6. sætið í deildinni, og þ.a.l. úrslitakeppnissæti sem ekki var gott útlit fyrir um framan af. Liðið vann einungis 1 af fyrstu 7 leikjum sínum í deildinni. Eftir það hafa komið 6 sigrar og 1 jafntefli í 10 leikjum. Strákarnir eru því til alls líklegir í úrslitakeppninni komist þeir þangað enda verið það lið í deildinni í vetur sem er hvað mestur stígandi í.

Myndir

Næstu leikir

Dagsetning Leikur Klukkan

Staðan í deildinni

 
Karla   Kvenna
Félag Stig   Félag Stig
1. Haukar 32   1. Stjarnan 38
2. ÍBV 30   2. Valur 36
3. Valur 24   3. ÍBV 34
4. FH 21   4. Fram 32
5. Fram 20   5. Grótta 31
6. Akureyri 18   6. FH 20
7. ÍR 18   7. Haukar 20
8. HK 3   8. HK 18
      9. Fylkir 13
      10. Selfoss 10
      11. KA/Þór 10
      12. Afturelding 2

Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013