Magalending

31.03.2014
Það er óhætt að segja að eldra árs lið 4. flokks hafi magalent um helgina þegar þeir mættu Stjörnunni á heimavelli en Stjörnumenn burstuðu okkar menn í afar slökum leik.
 
ÍBV náði varnarleiknum aldrei í gang og var því ekki að sökum að spyrja, Stjarnan gerði 10 mörk á fyrstu 10 mínútum leiksins og fékk þar að leiðandi mikið sjálfstraust í upphafi leiks verandi komið 6-10 yfir. Staðan var 10-14 þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og hreinlega hættu Eyjamenn á þeim tímapunkti sem gerði það að verkum að Stjarnan gerði fjögur seinustu mörk hálfleiksins og 10-18 í hálfleik. Leikurinn nánast búinn. ÍBV náði ekki að laga stöðuna í síðari hálfleik og töpuðu leiknum með 11 mörkum 23-34.
 
Hreint ótrúlegar tölur en okkar mönnum var einfaldlega slátrað á eigin heimavelli. Liðið nánast reyndi ekki varnarlega í leiknum og gekk gott Stjörnulið á lagið. Þegar vörnin er ekki öflugri en þetta er ekki hægt að ná árangri í handbolta. 34 mörk á sig í einum leik eru það lang mesta sem liðið hefur fengið á sig í vetur en næst á eftir því eru 28 mörkin sem liðið fékk á sig um seinustu helgi. Framan af vetri sáust þessar tölur ekki og því spurning hvað hefur orðið um varnarleik ÍBV að undanförnu?
 
Einn leikur er eftir að deildarkeppninni áður en úrslitakeppnin hefst. 2. sætið er öruggt sjá strákunum og hafði þessi leikur ekkert um lokastöðu liðsins í deildinni að segja. Núna er því bara spurning hvort liðið vakni og komi sér aftur í gang fyrir aðalhluta Íslandsmótsins.

Myndir

Næstu leikir

Dagsetning Leikur Klukkan

Staðan í deildinni

 
Karla   Kvenna
Félag Stig   Félag Stig
1. Haukar 32   1. Stjarnan 38
2. ÍBV 30   2. Valur 36
3. Valur 24   3. ÍBV 34
4. FH 21   4. Fram 32
5. Fram 20   5. Grótta 31
6. Akureyri 18   6. FH 20
7. ÍR 18   7. Haukar 20
8. HK 3   8. HK 18
      9. Fylkir 13
      10. Selfoss 10
      11. KA/Þór 10
      12. Afturelding 2

Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013