Meistaraflokkur kvenna í undanúrslit Íslandsmótsins

09.04.2014
 Stelpurnar í meistaraflokki kvenna eru komnar í undanúrslit Íslandsmótsins þriðja árið í röð en Eyjakonur lögðu FH að velli í Hafnarfirði í kvöld, 19:21.  ÍBV hafði því betur í rimmu liðanna, vann samanlagt 2:0.  ÍBV mætir Val í undanúrslitum en Valur lagði Hauka að velli í rimmu liðanna, sömuleiðis 2:0.  Liðin fá bæði góða hvíld núna en undanúrslitin hefjast ekki fyrr en miðvikudaginn 23. apríl.  Fyrsti leikur ÍBV gegn Val fer fram á heimavelli Vals á Hlíðarenda en liðin mætast svo í öðrum leik liðanna í Eyjum föstudaginn 25. apríl.  Í undanúrslitum þarf að vinna þrjá leiki til að komast í úrslitakeppnina.
 
Leikur í kvöld gegn FH var nokkuð jafn.  ÍBV var reyndar ávallt skrefi á undan en FH-ingar neituðu að gefast upp og héldu í við ÍBV.  Framan af fyrri hálfleik var reyndar jafnt á öllum tölum en segja má að ÍBV hafi lagt grunninn að sigrinum með góðum spretti í lok fyrri hálfleiks en staðan í hálfleik var 9:12 fyrir ÍBV.  ÍBV hafði svo frumkvæði í seinni hálfleik, fyrir utan að FH náði að jafna 13:13 snemma í hálfleiknum og svo 16:16 um miðjan hálfleikinn.  En lengst af var ÍBV með 2-3 marka forystu og náði 4 marka forystu undir lokin, 17:21 en FH skoraði síðustu tvö mörk leiksins og lagaði aðeins stöðuna.  Dröfn Haraldsdóttir, markvörður ÍBV átti góðan leik í markinu en hún á einmitt afmæli í dag og fékk kærkomna afmælisgjöf með sigrinum.
 
Mörk ÍBV: Vera Lopes 9/4, Telma Amado 5, Ester Óskarsdóttir 4, Díana Dögg Magnúsdóttir 2, Arna Þyrí Ólafsdóttir 1.
Varin skot: Dröfn Haraldsdóttir 19, Erla Rós Sigmarsdóttir 1.

Myndir

Næstu leikir

Dagsetning Leikur Klukkan

Staðan í deildinni

 
Karla   Kvenna
Félag Stig   Félag Stig
1. Haukar 32   1. Stjarnan 38
2. ÍBV 30   2. Valur 36
3. Valur 24   3. ÍBV 34
4. FH 21   4. Fram 32
5. Fram 20   5. Grótta 31
6. Akureyri 18   6. FH 20
7. ÍR 18   7. Haukar 20
8. HK 3   8. HK 18
      9. Fylkir 13
      10. Selfoss 10
      11. KA/Þór 10
      12. Afturelding 2

Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013