98 liðið fann vörnina aftur og endaði tímabilið í 2. sæti í deild

15.04.2014


Eldra árs lið 4. flokks karla mætti Selfossi í lokaleik deildarinnar um helgina. Sannfærandi sigur vannst með 13 mörkum, 28-15. Það mikilvægasta við leikinn var að strákarnir leituðu aftur í ræturnar og fundu varnarleikinn sinn aftur sem var fjærverandi lengst af í mars.
 
ÍBV náði að stilla meiri hlutanum af liðinu upp í leiknum eftir tölverða fjærveru leikmanna að undanförnu. Tók það u.þ.b. 10 mínútur að slípa leik liðsins saman og eftir að Selfoss hafi verið 2-3 yfir tók ÍBV algjör völd á vellinum. Sóknin komst í gang, sem og hraðaupphlaupin, og var þá ekki að sökum að spyrja. ÍBV náði forystunni og jók við muninn fram að leikhléi. Staðan var 14-9 í hálfleik. Í seinni hálfleik var sama sagan. Frábær vörn gerði það að verkum að ÍBV stakk gestina af og 28-15 sigur að lokum staðreynd.
 
ÍBV endar því í 2. sæti í deildinni og er stærsta keppnin, úrslitakeppnin, framundan þar sem úrslitin á Íslandsmótinu ráðast. Þessi hópur hefur verið að bæta leik sinn jafnt og þétt í vetur og sóknarleikurinn að undanförnu það lang besta sem liðið hefur sýnt í vetur. Allt samspil er orðið betra og ákvörðunartaka leikmanna sem og skilningur á leikskipulaginu orðinn mun meiri. Varnarleikurinn tók smá dýfu í mars eftir að liðið varð bikarmeistari en fann liðið vonandi aftur í þessum leik það sem mestu máli skiptir. Úrslitakeppnin er næst á dagskrá og þar snýst þetta um að hafa alla hluti leiksins klára, ÍBV liðið lítur út fyrir að vera á fínni leið í því.
 
Í úrslitakeppnin mætir ÍBV liði Fjölnis á heimavelli 24. apríl (sumardaginn fyrsta) klukkan 13:30.

Myndir

Næstu leikir

Dagsetning Leikur Klukkan

Staðan í deildinni

 
Karla   Kvenna
Félag Stig   Félag Stig
1. Haukar 32   1. Stjarnan 38
2. ÍBV 30   2. Valur 36
3. Valur 24   3. ÍBV 34
4. FH 21   4. Fram 32
5. Fram 20   5. Grótta 31
6. Akureyri 18   6. FH 20
7. ÍR 18   7. Haukar 20
8. HK 3   8. HK 18
      9. Fylkir 13
      10. Selfoss 10
      11. KA/Þór 10
      12. Afturelding 2

Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013