Strákarnir í 4. fl. yngri enduðu í 6. sæti í deildinni

15.04.2014
99 strákarnir mættu Selfoss í lokaleik sínum í vetur í deildinni.
 
Liðið lék mjög góðan fyrri hálfleik og var 11-8 yfir í hálfleik. Hafði liðið þá verið að opna vörn Selfyssinga mjög vel og verið að leika þéttan varnarleik. Í seinni hálfleiknum fóru Selfyssingar aftar á völlinn sem háði okkar mönnum sem áttu erfitt með að koma skotum í gegnum vörnina. ÍBV strákarnir gerðu einungis 5 mörk í seinni hálfleik og komust Selfyssingar í gírinn sem skilaði sér í 16-21 sigri þeirra.
 
Þrátt fyrir tapið endar ÍBV í 6. sæti í deildarkeppninni og hefði engu breytt þótt þessi leikur hefði unnist. Það er flottur árangur að vera meðal 6 bestu á Íslandi sérstaklega þegar það er tekið með í reikninginn að ÍBV vann einungis 1 af fyrstu 7 leikjum sínum. Liðið komst á mjög flott skrið eftir því sem leið á og hefði endað nokkuð ofar í deildinni ef liðið hefði farið betur af stað á tímabilinu. Þetta snýst hins vegar um framfarir og er þessi hópur á réttri leið og vonandi ekki hættur því úrslitakeppnin er framundan. Mætir ÍBV þar liði FH á útivelli föstudaginn 25. apríl.

Myndir

Næstu leikir

Dagsetning Leikur Klukkan

Staðan í deildinni

 
Karla   Kvenna
Félag Stig   Félag Stig
1. Haukar 32   1. Stjarnan 38
2. ÍBV 30   2. Valur 36
3. Valur 24   3. ÍBV 34
4. FH 21   4. Fram 32
5. Fram 20   5. Grótta 31
6. Akureyri 18   6. FH 20
7. ÍR 18   7. Haukar 20
8. HK 3   8. HK 18
      9. Fylkir 13
      10. Selfoss 10
      11. KA/Þór 10
      12. Afturelding 2

Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013