4. karla eldri í undanúrslit
27.04.2014.jpg)
Strákarnir á eldra ári 4. flokks mættu Fjölni í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins á fimmtudag. ÍBV vann þar nokkuð sannfærandi sigur 26-21 þó ljóst sé að liðið geti betur á nokkrum sviðum en það sýndi í leiknum.
ÍBV náði ekki búa sér til almennilegt forskot fyrr en í seinni hluta fyrri hálfleiks. Í stöðunni 7-6 þéttu þeir vörnina og náðu flottum kafla sem gaf þeim 14-8 stöðu í hálfleik. Í seinni hálfleik komust þeir sjö mörkum yfir 21-14 og slökuðu þá alltof mikið á. Fjölnir gekk á lagið og minnkaði í 21-18. ÍBV kláraði leikinn ágætlega og fimm marka sigur niðurstaðan.
Liðið því komið í undanúrslit þar sem þeir mæta HK. Þar getur allt gerst en leikurinn verður í Vestmannaeyjum í komandi viku. Nái liðið upp sínum fræga varnarleik og leikgleði er klárt að liðið mun spila til úrslita á Íslandsmótinu.
Næstu leikir
Dagsetning | Leikur | Klukkan |
---|
Staðan í deildinni
Karla | Kvenna | |||
Félag | Stig | Félag | Stig | |
1. Haukar | 32 | 1. Stjarnan | 38 | |
2. ÍBV | 30 | 2. Valur | 36 | |
3. Valur | 24 | 3. ÍBV | 34 | |
4. FH | 21 | 4. Fram | 32 | |
5. Fram | 20 | 5. Grótta | 31 | |
6. Akureyri | 18 | 6. FH | 20 | |
7. ÍR | 18 | 7. Haukar | 20 | |
8. HK | 3 | 8. HK | 18 | |
9. Fylkir | 13 | |||
10. Selfoss | 10 | |||
11. KA/Þór | 10 | |||
12. Afturelding | 2 |