4. karla féll út í 8-liða úrslitum

27.04.2014
ÍBV féll úr keppni í 4. flokki karla yngri á föstudag þegar liðið mætti FH á útivelli í 8-liða úrslitum. Fyrir leikinn höfðu liðin gert tvívegis jafntefli í vetur en að þessu sinni náðu Eyjamenn ekki að sýna sitt rétta andlit.
 
Jafnt var fyrstu 6-7 mínúturnar en kom þá kafli þar sem FH-ingar lokuðu á sókn okkar manna og skoruðu ódýr hraðaupphlaupsmörk. Komust þeir þá fimm mörkum yfir 8-3. Þegar tæpar 10 mínútur voru eftir náði ÍBV loksins sóknarleik sínum í gang og fór að fá færi. Staðan í hálfleik var þó 12-6. Í seinni hálfleik minnkaði ÍBV muninn í fjögur mörk en komst ekki nær en það. Lokatölur urðu 26-18 sigur FH-inga.
 
Þó illa hafi farið geta þessir strákar borið höfuðin hátt. Þeir hafa staðið sig vel í vetur og verið á mikill uppleið eftir því sem liðið hefur á. Að enda meðal 6 efstu er flott afrek og munu þeir ná enn betri árangri á næsta ári ef þeir halda áfram á sömu braut.

Myndir

Næstu leikir

Dagsetning Leikur Klukkan

Staðan í deildinni

 
Karla   Kvenna
Félag Stig   Félag Stig
1. Haukar 32   1. Stjarnan 38
2. ÍBV 30   2. Valur 36
3. Valur 24   3. ÍBV 34
4. FH 21   4. Fram 32
5. Fram 20   5. Grótta 31
6. Akureyri 18   6. FH 20
7. ÍR 18   7. Haukar 20
8. HK 3   8. HK 18
      9. Fylkir 13
      10. Selfoss 10
      11. KA/Þór 10
      12. Afturelding 2

Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013