ÍBV dagur 1. maí - Fjölmennum í íþróttahúsið
30.04.2014
Það verður boðið upp á sannkallaða handboltaveislu frá morgni til kvölds fimmtudaginn 1. maí í íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Dagurinn byrjar á tveimur undanúrslitaleikjum hjá 4. flokki kvenna fyrst og svo 4. flokki karla. Á eftir þeim verða stórleikir ÍBV og Vals í karla og kvenna flokki. 4. leikurinn hjá stelpunum og 5. leikurinn - oddaleikur - hjá körlunum.
Stemmningin fyrir handboltanum hefur ekki verið svona mikil í Vestmannaeyjum í 9 ár og er úrslitakeppnin í handboltanum að vekja gífurlega athygli enda mætingin á hana verið mikil. Eyjamenn hafa svo sannarlega sett sinn svip á úrslitakeppnina enda frammistaða stuðningsmanna ÍBV, og Hvítu Riddaranna, verið ótrúleg. Ætlum við að endurtaka leikinn á fimmtudag nema að þá gerum við enn betur.
Viljum við því að allir Eyjamenn fjölmenni á fimmtudaginn og taki þátt í þessu með okkur. Nú sláum við öll met og sýnum landsmönnum hversu mikilvægur góður stuðningur er fyrir íþróttalið! Tilvalið er að byrja á 4. flokks leikjunum og horfa á okkar efnilega handboltafólk spila þar en bæði kvenna og karlaflokkurinn í 4. flokki urðu bikarmeistarar í febrúrar.
Fimmtudagurinn 1. maí
11:45: ÍBV - HK (4. kvenna yngri)
12:45: ÍBV - HK (4. karla eldri)
14:00: ÍBV - Valur (Meistaraflokkur kvenna)
16:00: ÍBV - Valur (Meistaraflokkur karla)
Það mæta allir á þennan ÍBV DAG og taka þátt í gleðinni með okkur!
Áfram ÍBV
Næstu leikir
Dagsetning | Leikur | Klukkan |
---|
Staðan í deildinni
Karla | Kvenna | |||
Félag | Stig | Félag | Stig | |
1. Haukar | 32 | 1. Stjarnan | 38 | |
2. ÍBV | 30 | 2. Valur | 36 | |
3. Valur | 24 | 3. ÍBV | 34 | |
4. FH | 21 | 4. Fram | 32 | |
5. Fram | 20 | 5. Grótta | 31 | |
6. Akureyri | 18 | 6. FH | 20 | |
7. ÍR | 18 | 7. Haukar | 20 | |
8. HK | 3 | 8. HK | 18 | |
9. Fylkir | 13 | |||
10. Selfoss | 10 | |||
11. KA/Þór | 10 | |||
12. Afturelding | 2 |