ÍBV dagur 1. maí - Fjölmennum í íþróttahúsið

30.04.2014


Það verður boðið upp á sannkallaða handboltaveislu frá morgni til kvölds fimmtudaginn 1. maí í íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Dagurinn byrjar á tveimur undanúrslitaleikjum hjá 4. flokki kvenna fyrst og svo 4. flokki karla. Á eftir þeim verða stórleikir ÍBV og Vals í karla og kvenna flokki. 4. leikurinn hjá stelpunum og 5. leikurinn - oddaleikur - hjá körlunum.
 
Stemmningin fyrir handboltanum hefur ekki verið svona mikil í Vestmannaeyjum í 9 ár og er úrslitakeppnin í handboltanum að vekja gífurlega athygli enda mætingin á hana verið mikil. Eyjamenn hafa svo sannarlega sett sinn svip á úrslitakeppnina enda frammistaða stuðningsmanna ÍBV, og Hvítu Riddaranna, verið ótrúleg. Ætlum við að endurtaka leikinn á fimmtudag nema að þá gerum við enn betur.
 
Viljum við því að allir Eyjamenn fjölmenni á fimmtudaginn og taki þátt í þessu með okkur. Nú sláum við öll met og sýnum landsmönnum hversu mikilvægur góður stuðningur er fyrir íþróttalið! Tilvalið er að byrja á 4. flokks leikjunum og horfa á okkar efnilega handboltafólk spila þar en bæði kvenna og karlaflokkurinn í 4. flokki urðu bikarmeistarar í febrúrar.
 
Fimmtudagurinn 1. maí
11:45: ÍBV - HK (4. kvenna yngri)
12:45: ÍBV - HK (4. karla eldri)
14:00: ÍBV - Valur (Meistaraflokkur kvenna)
16:00: ÍBV - Valur (Meistaraflokkur karla)
 
Það mæta allir á þennan ÍBV DAG og taka þátt í gleðinni með okkur!
 
Áfram ÍBV

Myndir

Næstu leikir

Dagsetning Leikur Klukkan

Staðan í deildinni

 
Karla   Kvenna
Félag Stig   Félag Stig
1. Haukar 32   1. Stjarnan 38
2. ÍBV 30   2. Valur 36
3. Valur 24   3. ÍBV 34
4. FH 21   4. Fram 32
5. Fram 20   5. Grótta 31
6. Akureyri 18   6. FH 20
7. ÍR 18   7. Haukar 20
8. HK 3   8. HK 18
      9. Fylkir 13
      10. Selfoss 10
      11. KA/Þór 10
      12. Afturelding 2

Facebook

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013